Streitulausnir fyrir þig sem vilt bæta líðan og auka starfsgetu. Heilsuborg.is

STREITULAUSNIR

Markmið Streitulausna er að bæta líðan og auka starfsgetu.


Heilsuborg býður ólíkar leiðir til að kljást við streitu, ætlaðar einstaklingum sem eru haldnir mismikilli streitu. Ef þú ert óviss um hvaða leið er best fyrir þig bjóðum við þér á Streitumóttöku Heilsuborgar, þar sem farið er yfir málin og heppileg leið fundin.

Markmið Streitulausna er að bæta líðan og auka starfsgetu. Það er gert með því að auka eigin sýn og skilning þátttakenda á áhrifum langvarandi streituálags á heilsuna, bera kennsl á og vinna með undirliggjandi streituvalda auk þess að benda á leiðir til að draga úr hamlandi streitueinkennum.

Í raun er streita fyrirbæri sem hefur jákvæð áhrif á okkur. Hún bætir frammistöðu og skerpir athyglina. Þannig verðum við líklegri til að ráða við flóknar og erfiðar aðstæður. Streita er því ekki skaðleg nema þegar hún er tilkomin vegna langvarandi álags þar sem lítil sem engin hvíld og endurheimt hefur átt sér stað. Álagið getur hvort sem er verið tilkomið vegna vinnu eða einkalífs.

Þekktu þín einkenni

Birtingarmynd streitu er fjölbreytt og einkenni geta verið líkamleg jafnt sem andleg. Þau geta birst í bæði hegðun og hugsun. Hér eru nokkur algeng dæmi:

  • Andleg og líkamleg þreyta og orkuleysi, örmögnunartilfinning.
  • Erfiðleikar með minni og einbeitingu.
  • Tilfinningalegt ójafnvægi, pirringur, aukin hætta á kvíða, þunglyndi, brotin sjálfsmynd.
  • Svefnvandamál, erfitt að sofna og rofinn svefn.
  • Líkamlegir kvillar á borð við stoðkerfisvanda, meltingartruflingar, viðkvæmni fyrir áreitum, t.d hljóði og birtu.
  • Hegðunarbreytingar ýmiskonar, framtaksleysi, frestunarárátta, tilhneiging til að loka sig af, borða meira eða minna en áður.

Hvaða leið hentar best? Hér er gagnlegt að meta hve mikið einkenni streitunnar (sjá að ofan) trufla daglegt líf og starf, s.s. starfsþrek, fjölskyldulíf, áhugamál eða annað sem þér þykir mikilvægt.

Smelltu á hnappana hér til hægri, sem eru flýtismellir að leiðum, sem miða að því að styðja fólk til að minnka streitu í eigin lífi. Kynntu þér leiðirnar og ef þú ert í vafa ertu velkomin(n) á Streitumóttökuna þar sem sálfræðingur Heilsuborgar fer yfir þínar aðstæður og ræður þér heilt.

Streitumóttakan – viltu ráðgjöf?

Hér eru fyrstu skrefin fyrir þá sem vilja vinna bug á streitunni en eru ekki vissir um hvaða leið hentar þeim best.

Streitumóttakan, ráðgjöf

Streitulausnir – fræðsla

Námskeið sem hjálpar fólki að takast á við streitu í daglegu lífi og starfi. Á námskeiðinu kortleggja þátttakendur streitu í sínu lífi, fræðast um þau áhrif sem hún hefur á okkur og læra leiðir að bætri líðan.

Streitulausnir fræðsla

Streitulausnir – heildræn meðferð

Námskeið ætlað þeim sem glíma við alvarlega streitu, örmögnun eða kulnun sem truflar daglegt líf, störf og lífsgæði töluvert.

Heildræn meðferð

Streitulausnir – hreyfing

Fjöldi rannsókna sýnir fram á að regluleg hreyfing er árangursrík leið til að glíma við streitu. Í Heilsuborg bjóðum við upp á margar leiðir í hreyfingu.

Streitulausnir, hreyfing

2018-11-12T16:21:59+00:00
Vefsíðan notar vafrarakökur og Google analytics. Ok