svefnmælingar, heilsuborg.is, sérfræðiþjónusta

SVEFNMÆLINGAR

Vilt þú sofa betur? Svefnmælingar Heilsuborgar eru ætlaðar þeim sem hafa grun um að þeir sofi of lítið eða að gæði svefnsins séu ónóg.


Svefninn er einn af hornsteinum góðrar heilsu ásamt reglulegri hreyfingu, góðri næringu og hugarró. Reyndar er ekki hættulegt fyrir heilsuna að missa svefn stöku sinnum en langvarandi truflun á svefni eykur hins vegar hættuna á heilsubresti. Langvinn svefntruflun getur aukið líkur á ýmsum sjúkdómum svo sem hjarta- og æðasjúkdómum, offitu, sykursýki 2 og þunglyndi.

SleepImage svefnmælirinn
Í Heilsuborg eru SleepImage svefnmælar notaðir til að mæla svefngæði. Þeir eru afar einfaldir í notkun. Sofið er með mælinn heima í tvær nætur. Sjálf mælingin er mjög einföld í framkvæmd en gefur miklar upplýsingar um gæði svefns. Hún gefur líka upplýsingar um mögulega svefnsjúkdóma svo sem kæfisvefn. Kæfisvefn er meðhöndlaður á Landspítala og er gerð tilvísun í meðferð þar ef upp kemur grunur um kæfisvefn.

Að mælingu lokinni færðu sendar niðurstöður og ráðleggingar um næstu skref. Oft er þörf á viðtali við sérfræðing til að fara yfir niðurstöðurnar og meta hvaða meðferð er heppilegust í framhaldinu.

Mælinn má svo áfram nota til að fylgjast með breytingum á gæðum svefnsins í kjölfar viðeigandi meðferðar.

Skráning í svefnmælingu
Þú getur keypt svefnmælingu hér á netinu eða skráð þig í móttöku Heilsuborgar. Við höfum aftur samband við þig, gefum þér tíma í svefnmælinguna og útskýrum nánar hvernig mælingin fer fram. Þú nærð síðan í svefnmælinn til okkar í móttökuna og sefur með hann á þér í tvær nætur. Að því loknu skilar þú mælinum aftur í Heilsuborg.

Athugið að svefnmælingarnar eru aðeins í boði fyrir fullorðna (18 ára og eldri). 

VERÐ


Svefnmæling og ráðleggingar um næstu skref 15.000 kr
Viðtal við hjúkrunarfræðing um niðurstöður (ekki innifalið í svefnmælingu) 7.000 kr
KAUPA SVEFNMÆLINGU

INNIFALIÐ

  • Mæling með Sleep Image svefnmæli í tvær nætur
  • Niðurstöður í tölvupósti og ráðleggingar um næstu skref
2018-03-21T18:04:14+00:00