Sylvía Ósk Speight Kristínardóttir, sálfræðingur

Sylvía vinnur með fullorðnum og börnum ásamt því að veita rágjöf til foreldra/forráðamanna. Áhugasvið hennar í meðferð er lágt sjálfsmat, kvíðavandi, áfallastreita og þunglyndi/depurð. Í meðferð styðst hún við aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar (HAM).

Sylvía lauk BS prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2016 og MSc í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík 2019. Hún var í starfsþjálfun í Heilsuborg þar sem hún vann með kvíðavanda og streitu fullorðinna ásamt því að aðstoða á námskeiðum við kvíðavanda barna. Sylvía var einnig í starfsnámi á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins og á BUGL þar sem hún vann við greiningarvinnu ásamt því að taka þátt í ýmsum námskeiðum tengdum tilfinningavanda barna.

Sylvía hefur starfað á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem sálfræðingur frá janúar 2019 og sinnt meðferð fullorðinna.

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on print
Print
Scroll to Top