Hvað er Heilsuborg?

Heilsuborg.is, árangur þinn er okkar fag

Heilsuborg er sá staður sem fólk leitar til þegar það vill koma í veg fyrir heilsubrest, öðlast aukna vellíðan eða vinna með heilsuverkefni sem upp koma. Fyrirtækið er einstakt, enginn á Íslandi býður hliðstæða þjónustu.

Heilsuborg er viðbót við þá þjónustu sem íslenskt heilbrigðiskerfi veitir.

Hornsteinar þjónustunnar eru góð næring, regluleg hreyfing, hugarró og endurnærandi svefn. Þjónustan er margvísleg en byggir með einum eða öðrum hætti á þessum fjórum þáttum, allt eftir þörfum viðskiptavinanna.

Í Heilsuborg taka ólíkir fagaðilar á heilbrigðissviði saman höndum og styðja viðskiptavini til að bæta heilsu sína og líðan í daglegu lífi. Viðskiptavinum er mætt af virðingu þar sem þeir eru staddir og þjónustan sniðin að ólíkum þörfum þeirra.

Allir sérfræðingar Heilsuborgar eru með háskólamenntun í sínu fagi. Hjá Heilsuborg starfa m.a. hjúkrunarfræðingar, læknar, næringarfræðingar, félagsfræðingur, íþróttafræðingar, sjúkraþjálfarar, sálfræðingar, og ástríðukokkur.

Í Heilsuborg eru aðeins notaðar viðurkenndar aðferðir til heilsueflingar sem fólk getur nýtt í daglegu lífi. Þannig næst árangur sem endist.

Hvenær er opið?

OPNUNARTÍMI

Virka daga frá kl 06:00-20:30
Laugardaga frá kl 08:00-15:00
Sunnudaga frá kl. 10:00 – 14:00

SÉRSTAKIR OPNUNARTÍMAR 2019

18. apríl (skírdagur): Opið 10:00 – 14:00
19. apríl (föstudagurinn langi): LOKAÐ
20. apríl : Opið 08:00 – 15:00
21. apríl (páskadagur): LOKAÐ
22. apríl (annar í páskum): Opið 10:00 – 14:00
25. apríl (sumardagurinn fyrsti): Opið 10:00 – 14:00
1. maí: (alþjóðlegur frídagur verkafólks) Opið 10:00 – 14:00
30. maí (uppstigningardagur): Opið 10:00 – 14:00
9. júní (hvítasunnudagur) LOKAÐ
10. júní (annar í hvítasunnu): Opið 10:00 – 14:00
17. júní (þjóðhátíðardagur Íslendinga): Opið 10:00 – 14:00
5. ágúst (frídagur verslunarmanna): LOKAÐ
24. des (aðfangadagur): LOKAÐ
25. des (jóladagur): LOKAÐ
26. des (annar í jólum): Opið 10:00 – 14:00
31. des (gamlársdagur): LOKAÐ
1. janúar (nýjársdagur): LOKAÐ
STUNDASKRÁ, PDF

Afbókanir og tímapantanir

Afbókunum skal beina til móttöku Heilsuborgar í síma 560-1010 eða senda póst á netfangið mottaka@heilsuborg.is. (Athugið að ekki er nóg að senda afbókun á Facebook Messenger.)

Fjarvistagjald.
Afbóka þarf pantaðan tíma fyrir kl. 17:00 deginum áður, að öðrum kosti þarf að greiða fyrir tímann. Fullt gjald er tekið fyrir bókaðan tíma sem ekki var mætt í. Fjarvistagjald er innheimt með gíróseðli.
Við vonumst til að sem flestir láti vita í tíma svo ekki þurfi að koma til innheimtu fjarvistagjalds.

Í Heilsulausnum og á stoðkerfisnámskeiðum Heilsuborgar eiga þátttakendur innifalda ákveðna tíma. Ef ekki er mætt í tímana þurfa viðkomandi að panta nýja tíma og greiða fyrir þá sérstaklega.

Sjá nánar allt um þjónustu og skilmála hér.

Greiðsluþáttaka

Einstaklingar geta fengið stuðning til að sækja sér þjónustu Heilsuborgar skv. hefðbundnum reglum.

– Sjúkratryggingar taka þátt í kostnaði við sjúkraþjálfun og vegna þjónustu sérfræðilækna.
– Sjúkrasjóðir og stéttarfélög taka þátt í kostnaði við margskonar þjónustu Heilsuborgar.

STARFSFÓLKIÐ OKKAR

Heilsukorn