Heilsurækt

Ingigerður Sigmundsdóttir

LineBreak

Aldrei fyrr hlakkað til ræktarinnar

Morgunblaðið 11. apríl 2010

 

"Ég sagði við hana Erlu um daginn að ég öfundaði alltaf fólk af því að hafa þörf fyrir að fara í ræktina, en nú finn ég þessa þörf hjá mér líka," segir Ingigerður Sigmundsdóttir, sem ákvað um áramót að fara að hreyfa sig og stefnir á Esjuna. "En ekki segja frá því í viðtalinu!" bætir hún við.

 

- Of seint, segir blaðamaður.

"Æ ég hef breitt bak," segir hún og hlær. "Ég var að minnsta kosti með áform um að hreyfa mig, en ég er ekki nokkur manneskja í brjálaða leikfimi, að vera pínd áfram. Svo gekk ég þarna inn og það var bara farið rólega í sakirnar, farið upp að sársaukamörkum og smám saman gat ég alla hluti.

 

Ég fór í þolpróf í gær og hefði aldrei trúað því að ég kæmi svona vel út. Ég var í efsta skala - það er alveg með ólíkindum! Mér fer svo rosalega fram og ekki með látum. Þetta er ný upplifun fyrir mér og ég er ofboðslega ánægð. Ég hef aldrei hlakkað til að fara í ræktina fyrr og hef ég oft puðað ýmislegt. Það er líka gott að alltaf er hægt að leita til fagfólks,"

 

 

LineBreak

Hvað viltu vita?

Hvað er Heilsuborg?

Heilsuborg er staður þar sem þú getur unnið með heilsuna og fengið aðstoð fagaðila við að tileinka þér heilbrigðan lífsstíl ...