Heilsurækt

Almennar upplýsingar

LineBreak

 

  • Heilsuborg er líkamsrækt með áherslu á heilsutengda þjónustu. Heilsuborg er staður fyrir alla sem vilja lifa heilbrigðu lífi og bæta heilsuna eða fyrirbyggja heilsubrest.  Við leggjum áherslu á lífsgleði og árangur í okkar lausnum.
  • Opnunartími er á virkum dögum frá kl. 06.00 til 20.30 og á laugardögum frá kl. 08.00 til 15.00. Húsinu er lokað u.þ.b. 15 mínútur eftir auglýstan lokunartíma. Fataskápar eru ekki læstir en lásar eru til sölu í Heilsuborg
  • Augnskanni opnar hliðið að Heilsuborg en það þarf að gefa honum sínar 4-5 sekúndur og þá býður hann þig velkominn. Allir sem gefa sér tíma ættu að komast auðveldlega inn en ef vandamál koma upp er best að snúa sér til móttöku. 
  • Kort í heilsurækt veitir aðgang að tækjasal og þeim opnu tímum sem eru í boði. Kortið veitir ekki aðgang að lokuðum námskeiðum.
  • Opnir tímar. Markmiðið með opnum tímum er að kynna mismunandi form af hreyfingu og auka fjölbreytni og lífsgleði.  Stefna Heilsuborgar er að leggja áherslu á lokaða hópa þar sem hægt er að fara vel í grunn æfinganna. Upplýsingar um opna tíma má finna á heimasíðu og á upplýsingatöflu í móttöku.
  • Kort í heilsurækt ásamt námskeiði. Hafi korthafi áhuga á skrá sig á lokað námskeið á meðan heilsuræktarkort hans er í gildi þá er það sjálfsagt og er mánaðargjald kortsins dregið frá námskeiðsgjaldinu.
  • Uppsögn á samningi að binditíma loknum þarf að vera skrifleg og berast móttökunni fyrir 14. næsta mánaðar á undan. Einungis er hægt að rifta samningi á samningstímabilinu gegn vottorði læknis.  Ekki er leyfilegt að leggja inn kort.
  • Afbókanir.  Afbóka þarf tíma hjá fagaðilum með sólarhringsfyrirvara, að öðrum kosti þarf að greiða fyrir bókaða tíma.
  • Aðstoð í tækjasal. Á ákveðnum auglýstum tímum eru þjálfarar í tækjasal. Það þarf ekki að panta tíma – bara að mæta. Ekkert gjald er tekið fyrir aðstoðina.
  • Panta tíma hjá þjálfara. Hægt er að panta tíma hjá þjálfara til að fá einkakennslu í tækjasal eða einstaklingsmiðaða þjálfunaráætlun á lykli. Sjá nánar um verð í gjaldskrá

 

    
Heilsuborg – Faxafeni 14 – Sími 560 1010 – www.heilsuborg.is

LineBreak