Líkamsrækt

Heilsutengd þjónusta

Námskeið

Um Heilsuborg

 
Heilsurækt

Spurningar og svör

LineBreak
Spurningar og svör

1. Hvað er Heilsuborg?

Heilsuborg er staður þar sem þú getur unnið með heilsuna og fengið aðstoð fagaðila við að tileinka þér heilbrigðan lífsstíl og ná fram betri líðan. Við teljum okkur boða nýjar áherslur með því að brúa bilið á milli líkamsræktar og heilbrigðisþjónustu sem við gerum með því að flétta saman hreyfingu, fræðslu og meðferð fagaðila.

 

2. Fyrir hverja er Heilsuborg?

Hér æfir fólk á öllum aldri og eru sumir í mjög góðu formi en aðrir eru að koma í heilsurækt í fyrsta skipti. Við erum með mjög fjölbreytta möguleika í þjálfun sem henta breiðum hópi fólks. Markmið okkar er að vera skrefnu á undan sjúkdómunum og innleiða heilbrigt líf hjá einstaklingum sem fyrst. En það er aldrei of seint að  grípa inní og breyta lífsstílnum.

 

3. Er of seint að byrja að æfa þegar maður hefur greinst með lífsstílstengda sjúkdóma?

Alls ekki því hreyfing og heilbirgt líf hjálpar við meðferð svo til allra sjúkdóma. Þannig getum við líka fyrirbyggt að einkenni sjúkdómanna versni og hindrað fylgikvilla þeirra sjúkdóma sem eru komnir. Mikilvægast er að við getum lifað góðu lífi, látið okkur líða vel og blómstrað þrátt fyrir að vera með sjúkdóm eða heilsutengd verkefni eins og við köllum það hér í Heilsuborg.

 

4. Hverjar eru helstu áherslur Heilsuborgar?

Okkar áhersla er á að fyrirbyggja sjúkdóma, koma í veg fyrir þá.

Einnig að vinna með þá sjúkdóma sem lífsstíll hefur áhrif á en ef við skoðum það nánar, þá eru það jú næstum allir sjúkdómar. Okkar áhersla er annars vegar á ofþyngd og offitu og samhliða því hjartasjúkdóma og sykursýki.

Síðan leggjum við áherslu á  stoðkerfið og  þá eigum við bæði við skammvinn og langvinn mein hvort sem það er tognun, bakverkir, gigt eða annað sem veldur verkjum og vanlíðan.

 

5. Er boðið upp á þjónustu vegna álagsmeiðsla?

Hér starfa sjúkraþjálfarar sem meta stoðkerfið og ráðleggja rétta líkamsbeitingu og þjálfun sem hæfir hverjum einstaklingi. Boðið er upp á meðferð sjúkraþjálfara í Heilsuborg með greiðsluþáttöku frá Sjúkratryggingum.

Okkar áhersla felst í því að fólk læri rétta líkamsbeitingu og stundi reglulega hreyfingu til að fyrirbyggja líkamsmeiðslin en við að sjálfssögðu vinnum við líka með mein sem þegar eru komin.

 

6. Þið segið á heimsíðu Heilsuborgar að þið séuð með þjónustu fyrir fólk sem „glímir við“ offitu, í hverju felst það ?

Við einblínum ekki um of á kílóin sjálf heldur lífsstílsbreytingu sem er líkleg til að endast. Þannig er mikilvægt að koma upp reglu í daglegu lífi, borða hollan mat reglulega og finna hreyfingu við hæfi. Námskeiðin okkar snúast því ekki bara um mataræði og hreyfingu heldur líka tímastjórnun, forgangsröðun, sjálfsstyrkingu og ýmislegt annað sem þarf til ef við ætlum að ná tökum á lífinu. Einstaklingurinn getur sjálfur valið hversu mikla hjálp hann vill fá og við finnum lausn sem hentar. Margir eru vanir hreyfingu og með aðgangi að tækjasal eru þeim allir vegir færir en svo eru aðrir sem vilja mikinn stuðning. Mesti stuðningurinn er í námskeiði sem við köllum Heilsulausnir 3, sem er þriggja mánaða námskeið þar sem við innleiðum heilbrigðan lífsstíl og síðan er eftirfylgd í ár. Á þessu námskeiði er fléttað saman mati og meðferð fagaðila, fræðslu og hreyfingu við hæfi. Einstaklingar með gigt hafa fundið sig vel á þessu námskeiði. Verkir hafa minnkað og flestir náð miklu betri tökum á lífi sínu almennt.

 

7. Hvert eiga þeir að snúa sér sem óska eftir aðstoð vegna offitu?

Ef einstaklingur er óviss um hvað hentar honum þá getur hann pantað tíma í ráðgjöf í Heilsuborg. Þá fer fagaðili yfir stöðuna með viðkomandi og aðstoðar hann við að finna hvaða leið hentar best.  Önnur leið er að panta tíma í heilsumat en þá eru gerðar ýmsar heilsufarsmælingar sem geta auðveldað að finna út hvaða leið hentar hverjum og einum best.  Heilsumat er hægt að velja eitt og sér að með annarri þjónustu Heilsuborgar.

 

8. Eruð þið búin að vera með mörg offitunámskeið og hafa þau verið vel sótt ?

Við höfum verið með fjögur þriggja mánaða námskeið og hafa þau verið mjög vel sótt. Þeir sem hafa sótt námskeiðin hafa verið mjög ánægðir og margir náð miklum árangri. Við höfum verið að þróa námskeiðin og höfum nú bætt við eftirfylgni í heilt ár frá því að námskeiðið hefst vegna þess að meðferð við offitu er langtímaverkefni og óskað var eftir meira aðhaldi að námskeiðinu loknu. Þó svo að námskeiðin hjá okkur í Heilsuborg hafi ekki verið lengi til staðar þá liggur að baki þeim mikil reynsla því byggjum mikið á þeim aðferðum sem eru notaðar á Reykjalundi og erum í góðu samstarfi við offituteymið þar.

 

9. Þarf tilvísun til að koma á svona námskeið eða geta allir komið ?

Námskeiðin eru öllum opin og það þarf ekki tilvísun en það er mjög gott að fá upplýsingar frá læknum ef einhverjir sjúkdómar eru til staðar. Við reynum að vinna vel með öðrum fagaðilum sem sjúklingur er hjá í meðferð eða eftirliti svo sem hjartalæknum, sykursýkilæknum eða heimilislæknum þar sem okkar þjónusta kemur til viðbótar við meðferðina sem til staðar er.

 

10. Hvert er svo framhaldið, eru fleiri námskeið á döfinni?

Það hefur verið mjög öflug starfssemi hjá okkur núna í haust. Það eru í boði fjölbreytt námskeið og fræðsla. Við viljum að fólk geti lifað góðu lífi og borðað hollan mat, hreyft sig reglulega og fundið að það hefur tökin í sínu daglega lífi, þetta snýst ekki um boð og bönn. Hver gerir þetta á sínum hraða og hjálpum við fólki að finna sinn takt í daglegu lífi og líða vel.

LineBreak