Heilsurækt

Starfsfólk

LineBreak
Aníta Sif Elídóttir

Aníta Sif Elídóttir

Næringafræðingur

 

Útskrifaðist með BS.c gráðu í næringarfræði frá Háskóla Íslands 2013 og M.Sc gráðu í næringarfræði frá Háskóla Íslands 2015.
Starfaði við næringarráðgjöf á Heilbrigðisstofnun Vesturlands 2015-2016.
Starfar sem næringarfræðingur á Landspítala og Heilsuborg ásamt því að veita ráðgjöf um næringu í fjarþjálfunarteymi Háfit við Háskóla Íslands.

 

 


Netfang: [email protected]

Símanúmer: 5601010

Anna Sigurðardóttir

Anna Sigurðardóttir

Sálfræðingur

Lauk B.S prófi í sálfræði við H.Í 2009 og Cand.Psych prófi frá Háskólanum í Árósum 2012. Hún hefur sérhæft sig í samkenndarsálfræði (Compassion focused therapy) og hvernig á að yfirvinna lágt sjálfstraust (Overcoming low self-esteem, HAM). Anna hóf störf sem sálfræðingur á Heilsustöðinni og var einnig með sjálfstyrkingarnámskeið á árunum 2012 til 2014. Hún vinnur með kvíða, þunglyndi, lágt sjálfsmat, meðvirkni, reiðistjórnun og almenna tilfinningalega vanlíðan.

sjá nánar


Netfang: [email protected]

Símanúmer: 560 1010

Ása Dagný Gunnarsdóttir

Ása Dagný Gunnarsdóttir

Sjúkraþjálfari

Sjúkraþjálfari


Netfang: [email protected]

Símanúmer: 5601010

Atli Már Sveinsson

Atli Már Sveinsson

Íþrótta- og heilsufræðingur

Útskrifaðist frá Háskóla Íslands vorið 2011 sem íþrótta- og heilsufræðingur auk kennsluréttinda í íþróttum.

Lauk meistaragráðu í íþróttafræðum frá University of Northern Colorado vorið 2013 með sérhæfingu í þjálfun fólks með krabbamein. Hluti af náminu fór fram í The Rocky Mountain Cancer Rehabilitation Institude (RMCRI) sem er fyrsta krabbameins endurhæfingarstöð sinnar tegundar í Bandaríkjunum og öðlaðist þar réttindi sem Cancer Excercise Specialist. Meðfram meistaragráðunni lauk hann einnig réttindum sem Health Fitness Specialist frá American College of Sports Medicine (ACSM).

Hefur verið að vinna fyrir Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélags Íslands og Ljósið endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein.


Netfang: [email protected]

Símanúmer: 560 1010

Audrey Freyja Clarke

Audrey Freyja Clarke

Sjúkraþjálfari

B.Sc. í sjúkraþjálfun frá læknadeild Háskóla Íslands 2011.

 

Starfaði sem sjúkraþjálfari hjá ÁS sjúkraþjálfun 2011 – 2014.

 

Áhugasvið: Almenn sjúkraþjálfun, íþróttasjúkraþjálfun.

 

Almenn sjúkraþjálfunarmeðferð, æfingameðferð, nálastungur, ráðgjöf og fræðsla sjúkraþjálfara.


Netfang: [email protected]

Símanúmer: 560 1010

Auður Hlín Rúnarsdóttir

Auður Hlín Rúnarsdóttir

Íþróttafræðingur

Auður lauk BS.c gráðu í íþróttafræðum við Háskólann í Reykjavík árið 2015. Hún lagði áherslu á kennslu, þjálfun einstaklinga með geðsjúkdóma ásamt þjálfun á öldruðum.

Hún hefur meðal annars þjálfað yngri flokka í handbolta ásamt því að hafa lengi starfað með öldruðum.


Netfang: [email protected]

Símanúmer: 5601010

Bára Sigurbjörg Ólafsdóttir

Bára Sigurbjörg Ólafsdóttir

Íþrótta- og heilsufræðingur (í orlofi)

Bára lauk B.Sc. gráðu í íþrótta- og heilsufræðum auk kennsluréttinda árið 2010 og M.Ed. gráðu í Íþrótta- og heilsufræðum með áherslu á hreyfingarfræði við Háskóla Íslands árið 2015.

Hún stundar núna nám í Forystu og stjórnun við Háskólann á Bifröst.

Bára hefur komið víða við í kennslu og þjálfun barna, unglinga og fullorðinna á sviði íþrótta, sund og heilsuræktar.


Netfang: [email protected]

Símanúmer: 560 1010

Berglind Elva Tryggvadóttir

Berglind Elva Tryggvadóttir

Þjónustustjóri og jógakennari

2016 Jógakennararéttindi frá jóga og blómadropaskóla Kristbjargar

2012 Lauk B.Ed. í grunnskólakennarafræði og er nú að  ljúka við MA í náms- og starfsráðgjöf frá Háskóla Íslands

Hefur starfað við þjónustu- og sölustörf í tæpa tvo áratugi.

Berglind Elva hefur mikinn áhuga á hvers kyns menningu og listum og sækir hugarró í jóga og útivist.


Netfang: [email protected]

Símanúmer: 560 1010

Elva Björk Sveinsdóttir

Elva Björk Sveinsdóttir

Íþrótta- og heilsufræðingur

Útskrifaðist sem íþróttafræðingur frá Kennaraháskóla Íslands 2005.

BS gráða í alþjóða viðskiptum frá Háskólanum í Aarhus 2011. Hefur starfað sem líkamsræktarþjálfari með hléum frá árinu 1999 og séð um íþróttaskóla fyrir börn.


Netfang: [email protected]is

Símanúmer: 560 1010 / 822 7488

Elva Brá Aðalsteinsdóttir

Elva Brá Aðalsteinsdóttir

Sálfræðingur

Elva lauk B.A. gráðu í sálfræði frá HÍ árið 2002 og MSc gráðu í mannauðsstjórnun og vinnumarkaðsfræðum frá The London School of Economics (LSE) árið 2003.  Hún lauk Cand. Psych. prófi í sálfræði frá HÍ árið 2013.  Elva starfaði á Reykjalundi í starfsnámi sínu frá 2011-2013 á verkja-, gigtar- og starfsendurhæfingarsviði.  Hún er meðlimur í Sálfræðingafélagi Íslands og Félagi sjálfstætt starfandi sálfræðinga

Sjá nánar


Netfang: [email protected]

Símanúmer: 560 1010

Erla Gerður Sveinsdóttir

Erla Gerður Sveinsdóttir

Læknir

Embættispróf í læknisfræði frá HÍ 1994. Sérfræðingur í heimilislækningum frá HÍ 2004. Meistaragráða í Lýðheilsufræði frá HR 2012. Starfað í Heilsugæslunni Salahverfi í Kópavogi frá 2004-2009. Starfaði í offitu- og næringarteymi Reykjalundar með hléum frá 2009 til 2013. Var yfirlæknir Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði 2010-2012. Hefur starfað í Heilsuborg frá upphafi og er nú fagstjóri heilbrigðisþjónustu í Heilsuborg auk þess að starfa sem trúnaðarlæknir hjá Vinnuvernd.


Netfang: [email protected]

Símanúmer: 560 1010

Eva Suto

Eva Suto

Zumba kennari

http://www.evadans.com/


Netfang: [email protected]

Símanúmer: 560 1010

Fríða Brá Pálsdóttir

Fríða Brá Pálsdóttir

Sjúkraþjálfari

Útskrifaðist sem sjúkraþjálfari frá Háskóla Íslands vorið 2015. Hefur unnið við íþróttaþjálfun barna og alhliða styrktar- og þrekþjálfun fyrir fullorðna, jafnt heilbrigðra og þeirra sem glíma við heilsubresti.

Áhugasvið innan sjúkraþjálfunar: Meðferð verkja og stoðkerfiskvilla, leiðrétting óhagstæðra hreyfimynstra, meðhöndlun andlegra sjúkdóma og bráðra sem og langvarandi taugaskaða. Áhersla á einstaklingsmiðaða meðferð hvers skjólstæðings útfrá væntingum og markmiðum hans


Netfang: [email protected]

Símanúmer: 560 1010

Guðni Heiðar Valentínusson

Guðni Heiðar Valentínusson

Heilsu- og íþróttafræðingur

Hefur lokið námi í Global Nutrition and Health við University College í Árósum í Danmörku.

Hefur starfað við þjálfun o.fl.


Netfang: [email protected]

Símanúmer: 560 1010 / 865 8524

Guðrún Erla Þorvarðardóttir

Íþrótta- og heilsufræðingur

Guðrún lauk B.Sc. gráðu í íþróttafræði við Kennaraháskóla Íslands árið 2002 og viðbótardiplóma í heilbrigði og heilsuuppeldi 2013.

Guðrún hefur m.a. starfað sem íþróttafræðingur hjá Reykjalundi, íþróttakennari á leikskóla og grunnskóla og kennt fimleika í mörg ár. Síðan 2007 hefur hún starfað hjá Fjölmennt, símenntunar- og þekkingarmiðstöð við íþróttakennslu.


Netfang: [email protected]

Símanúmer: 5601010

Guðrún Ingólfsdóttir

Guðrún Ingólfsdóttir

Sálfræðingur og lýðheilsufræðingur

Guðrún lauk BA prófi frá Alliant International University árið 2007, MPH prófi í lýðheilsufræðum frá Háskólanum í Reykjavík árið 2011 og Cand.psych prófi í klínískri sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2014. Guðrún hefur unnið á Móttökugeðdeild 33C og dagdeild átröskunarteymis á geðsviði Landspítalans. Einnig hefur hún starfað hjá Þjónustumiðstöð Breiðholts,  Sálfræðingum Höfðabakka, Heilsustofnun NLFÍ og Heiðbrigðisstofnun Suðurnesja. Guðrún starfar nú sjálfstætt hjá Heilsuborg og Sálfræðiráðgjöfinni Lækjartorgi.


Netfang: [email protected]

Símanúmer: 560 1010

Guðrún Jóna Kristjánsdóttir

Guðrún Jóna Kristjánsdóttir

Jógakennari

Útskrifaðist sem Jógakennari hjá Ásmundi Gunnlaugssyni jógakennara febrúar 2001
Stundaðu jógþjálfun á Kripalu yoga Center í Massachusett USA  í mars 2001
Stundað jógaþjálfun hjá Kristbjörgu Kristmundsdóttir jógakennara 2014

Útskrifaðist sem leiðsögumaður frá Leiðsöguskóla Íslands árið 2004
Er lærður Þroskaþjálfi


Símanúmer: 5601010

Heimir Hallgrímsson

Heimir Hallgrímsson

Íþrótta- og heilsufræðingur

Íþróttafræðingur

Útskrifaðist frá HÍ úr íþrótta- og heilsufræði 2012.

Hefur m.a. starfað í íþróttahúsi Háskóla Íslands á Laugarvatni og sem þjálfari hjá knattspyrnufélagi Hvatar.


Netfang: [email protected]

Símanúmer: 560 1010

Heiða Jóna Guðmundsdóttir

Móttaka

Starfar í móttöku Heilsuborgar

Nemandi í Lótushúsi frá 2016

Útskrifaðist sem snyrtifræðingur 2012

Útskrifaðist sem Förðunarfræðingur 2012

Útskrifaðist sem Naglafræðingur 2011


Netfang: [email protected]

Símanúmer: 5601010

Heiður Agnes Björnsdóttir

Heiður Agnes Björnsdóttir

Markaðsstjóri

Heiður er með MBA gráðu frá HR og er viðskiptafræðingur (Cand Oecon) frá HÍ. Hún hefur starfað við ráðgjöf, markaðs- og þjónusturannsóknir, bæði sjálfstætt og hjá ParX viðskiptaráðgjöf og Gallup. Hún hefur einnig starfað árum saman við markaðsstjórn á fjármála- og tryggingamarkaði. Heiður hefur haldið fjölda námskeiða um ræktun mat- og kryddjurta og þessi misserin leggur Heiður stund á meistaranám í ritlist ásamt starfi sínu hjá Heilsuborg


Netfang: [email protected]

Símanúmer: 560 1010

Helga Margrét Clarke

Helga Margrét Clarke

Hjúkrunarfræðingur og lýðheilsufræðingur

Lauk B.Sc. prófi í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri 2007. Starfaði sem hjúkrunarfræðingur á Sjúkrahúsinu á Akureyri samhliða því að gegna yfirþjálfarastöðu hjá listahlaupadeild Skautafélags Akureyrar. Lauk meistaraprófi í lýðheilsuvísindum frá Háskóla Íslands 2013 með áherslu á andlega líðan og félagslegan stuðning í kjölfar efnahagsþrenginganna á Íslandi 2008. Hóf doktorsnám hjá Hjartavernd vorið 2013 með áherslu á rannsóknir á erfðum tengdum blóðfitum og svörun við blóðþrýstingslyfjum. Hefur einnig starfað sem stundakennari og verkefnastjóri við Háskóla Íslands. Hóf störf hjá Heilsuborg vorið 2015.


Netfang: [email protected]

Símanúmer: 5601010

Helgi Óskarsson

Helgi Óskarsson

Fyrirlesari hjá Heilsuborg

Læknir

Útskrifaðist úr læknadeild Háskóla Íslands 1983, lyflækningar frá  Loyola University Medical Center,  Chicago, IL, USA 1989 og nám í Hjartalækningum frá University of Iowa Medical Center 1993. Hann starfaði síðan í nokkur ár við rannsóknir og kennslu meðfram vinnu við hjartaþræðingar og kransæða útvíkkanir.  Frá og með 1998 hefur hann unnið við einkasjúrkahús í Norður Karolínu, USA,  við almennar hjartalækningar, með áherslu á greiningu og meðferð hjartabilunar, hjartaþræðingar og kransæða aðgerðir.  Síðustu 5 árin hefur Helgi lagt sig sérstaklega eftir að tileinka sér nýjungar í myndgreiningu hjarta og æðasjúkdóma með sneiðmynda tökum og segulómskoðunum.  Einnig hefur hann lagt vaxandi áherslu á forvarnarstarf og hefur hafið samstarf við Heilsuborg, sem hefur það að markmiði að auka á heilbrigði landsmanna og reyna eftir megni að koma í veg fyrir þá hjarta og æðasjúkdóma sem hrjá vestræn samfélög.


Netfang: heils[email protected]

Símanúmer: 560 1010

Helma Rut Einarsdóttir

Helma Rut Einarsdóttir

Sálfræðingur

Helma lauk cand. psych. prófi í klínískri sálfræði frá H.Í. 2003, M.A. prófi í heilsusálfræði frá Northern Arizona University 2000 og sérnámi í hugrænni atferlismeðferð frá H.Í. og Oxford Cognitive Therapy Center 2008. Hún starfar sem yfirsálfræðingur á offitusviði Reykjalundar og hefur unnið þar síðan 2006. Þar áður starfaði hún sem sálfræðingur á Landspítalanum og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja auk þess að sinna sálfræðikennslu. Hún er með stofurekstur í Heilsuborg einn dag í viku.

Sjá nánar


Netfang: [email protected]

Símanúmer: 560 1010

Hera Pálmadóttir Thorlacius

Móttaka

Starfar í móttöku Heilsuborgar


Netfang: [email protected]

Símanúmer: 5601010

Hjördís Berglind Zebitz

Hjördís Berglind Zebitz

Zumbakennari

Zumbakennari


Símanúmer: 560 1010

Hjördís Eiríksdóttir

Hjördís Eiríksdóttir

Móttaka

Hjördís lauk B.Sc. í íþróttafræði við bandaríska háskólann Winthrop University vorið 2016.
Ásamt vinnu sinni í Heilsuborg stundar Hjördís blak af miklum krafti bæði sem leikmaður og þjálfari hjá HK.
Hjördís hefur unun af hvers kyns líkamsrækt, útivist og eldamennsku


Netfang: [email protected]

Símanúmer: 560 1010

Hólmfríður Berglind

Hólmfríður Berglind

Sjúkraþjálfari og fagstjóri hreyfingar og stoðkerfis

Sjúkraþjálfari og fagstjóri hreyfingar og stoðkerfis hjá Heilsuborg.
BSc í Sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands 1999. Verknám með vinnu frá janúar 2003-júní 2004 hjá Dr. Eyþóri Kristjánssyni sjúkraþjálfara. Master of Musculosceletal Physiotherapy frá The University of Queensland, Brisbane, Ástralíu, 2006. Sérfræðingur í greiningu og meðferð stoðkerfis MT, 2009. Heilbrigðisráðuneytið veitir þessa sérfræðiviðurkenningu. Að auki hefur Hólmfríður farið á fjölmörg námskeið sem tengjast sjúkraþjálfun bæði beint og óbeint, m.a. nálastungur og er með leyfi frá Landlækni til að nota þær í starfi. Auk námskeiða sem þróuð hafa verið af sjúkraþjálfurum hefur Hólmfríður verið á námskeiðum þróuðum af öðrum stéttum eins og t.d. sálfræðingum og osteopötum. Þessi ólíku námskeið hafa m.a. gert Hólmfríði betur kleift að greina og meðhöndla vandamál með heildrænum hætti.
Hólmfríður hefur starfað sem sjúkraþjálfari á MS heimilinu í Reykjavík sumarið 1999, á elliheimili og stofnun fyrir aldraða og öryrkja í Danmörku frá 1999 til 2001, í Hreyfigreining frá 2003 til 2008 (að undanskildu árinu 2006), vann í sjúkraþjálfuninni Mjódd árið 2005, á Hrafnista í Reykjavík frá 2007 til 2014, í Atlas endurhæfing frá 2008 til 2011 og nú síðast í Sjúkraþjálfuninni í Sporthúsinu frá 2011 - 2017. Auk þess kenndi hún við sjúkraþjálfunarskor Háskóla Íslands frá 2007 – 2009 og hefur haldið námskeið og fyrirlestra fyrir sjúkraþjálfara, aðrar heilbrigðisstéttir og almenning. Hún var annar eigandi Meðgöngusunds sf á árunum 2005 – 2014 og er annar eigandi Stoðkerfisskólans sf sem hefur verið starfandi í Sporthúsinu frá 2014. Stoðkerfisskólinn mun hefja starfsemi í Heilsuborg vorið 2017.
Hólmfríður var formaður Félags sérfræðinga í greiningu og meðferð stoðkerfis MT frá 2008 til 2011.


Netfang: [email protected]

Símanúmer: 5601010

Inga María Baldursdóttir

Inga María Baldursdóttir

Íþrótta- og heilsufræðingur

Inga María útskrifaðist með B.Sc í íþrótta- og heilsufræði frá Háskóla Íslands 2012 og M.Sc gráðu í íþrótta - og heilsufræði frá Háskóla Íslands 2015.

 
Hún hefur mest unnið við almenna þjálfun á fullorðnum ásamt því að þjálfa börn og unglinga í frjálsum íþróttum og fótbolta.

Netfang: [email protected]

Símanúmer: 560 1010

Ingibjörg Gunnarsdóttir

Ingibjörg Gunnarsdóttir

Faglegur ráðgjafi stjórnenda í Heilsuborg

Næringafræðingur

BS próf í matvælafræði frá HÍ 1997. MS próf í næringarfræði frá HÍ 1999. Doktorspróf í næringarfræði 2003. Dósent við HÍ frá 2006 og sérfræðingur á Rannsóknastofu í næringarfræði við HÍ og Landspítala frá 2000. Starfaði við næringarráðgjöf á Landspítala og síðar Heilsugæslunni frá 2004-2007. Prófessor í næringarfræði við HÍ 2010.


Símanúmer: 560 1010

Ingvi Guðmundsson

Ingvi Guðmundsson

Íþrótta og heilsufræðingur

Ingvi lauk B.Sc. gráðu í íþrótta- og heilsufræðum við Háskóla Íslands vorið 2014 með áherslu á tímabilaskiptingu í þjálfun. Hann leggur nú stund á M.Sc. nám í sömu fræðum við HÍ.

Hann hefur komið að þjálfun barna og unglinga í körfuknattleik og knattspyrnu.


Netfang: [email protected]

Símanúmer: 5601010

Íris Björk Ásgeirsdóttir

Íris Björk Ásgeirsdóttir

Íþróttafræðingur ( í orlofi)

Lauk Bs.C gráðu í í þróttafræðum frá Háskólanum í Reykjavík 2015

Hefur starfað við kennslu og þjálfun bæði fyrir fullorðna og börn


Netfang: [email protected]is

Símanúmer: 560 1010

Kara Elvarsdóttir

Kara Elvarsdóttir

Sjúkraþjálfari

Kara lauk námi í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands vorið 2016.

Hún hefur kennt ballett fyrir börn, unglinga og fullorðna á hinum ýmsu stöðum síðan 2012.

Einnig hefur hún kennt bakleikfimi síðan í janúar 2015, bæði sambaleikfimi og vatnsleikfimi


Netfang: [email protected]

Símanúmer: 560 1010

Katarzyna Wieczorek

Katarzyna Wieczorek

Ræsting

Sér um að halda Heilsuborg hreinni og fallegri


Símanúmer: 560 1010

Kolbrún Guðnadóttir

Kolbrún Guðnadóttir

Fótaaðgerðafræðingur

Kolbrún stundaði nám við Fótaaðgerðaskóla Íslands árið 2008 eftir að hafa unnið sem sjúkraliði í nokkur ár. Hún hefur einnig stundað nám í svæðameðferð.

Kolbrún opnaði sína fyrstu stofu í byrjun árs 2009 hjá Gigtarfélaginu og seinna færði hún sig í Jónshús í Garðabæ.  Í nóvember 2014 opnaði hún stofu hér hjá okkur í Heilsuborg.

Kolbrún hefur valið sér þessi störf af því henni líkar vel að vinna með og vera í samskiptum við  fólk.


Netfang: [email protected]

Símanúmer: 5601010

Lars Óli Jessen

Lars Óli Jessen

Íþrótta- og heilsufræðingur

 

Lars lauk B.Sc. gráðu í íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík vorið 2015. Hann lagði áherslu á hvaða þættir í lífstíl fólks það eru sem hafa áhrif á heilsu og lífsgæði. Mesta áherslan var á hreyfingu, en andleg og félagsleg heilsa voru einnig í brennidepli. Nú stundar Lars meistaranám í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands.
Lars hefur komið að þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu og frjálsum íþróttum.

Netfang: [email protected]

Símanúmer: 7768654

Lilja Ólafsdóttir

Lilja Ólafsdóttir

Móttaka

Markaðshagfræðingur frá Roskilde Business School frá árinu 2003.

Nemandi í Lótushúsi síðan 2013

Lilja hefur áralanga reynslu af veitinga-,verslunar-, heilbrigðis- og fjármálageiranum


Netfang: [email protected]

Símanúmer: 560 1010

Marianna Csillag

Marianna Csillag

Hjúkrunarfræðingur

Marianna hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum og víðar.


Netfang: [email protected]

Símanúmer: 560 1010

Óla Kallý Magnúsdóttir

Óla Kallý Magnúsdóttir

Næringafræðingur ( í orlofi)

Óla Kallý starfar sem næringarfræðingur á Heilsuborg.

Óla Kallý veitir ráðgjöf og meðferð við ýmiss konar næringarvanda. Hún hefur sérhæft sig í næringarmeðferð fyrir einstaklinga með sykursýki en einnig hefur hún mikið unnið með einstaklingum  í ofþyngd og offitu sem og með öldruðum.

Óla Kallý lauk meistaraprófi í næringarfræði frá Háskóla Íslands árið 2005 og doktorsprófi frá sama skóla árið 2014. Óla Kallý starfar sem næringarfræðingur á Landspítala og á sykursýkismóttöku Heilbrigðisstofnunnar Suðurnesja og sem stundakennari við Háskóla Íslands. Óla Kallý hefur hún verið með stofurekstur á Heilsuborg frá árinu 2013 og haldið þar fjölda fyrirlestra.


Netfang: [email protected]

Símanúmer: 560 1010

Óskar Jón Helgason

Óskar Jón Helgason

Framkvæmdastjóri heilbrigðisþjónustu

B.Sc próf í sjúkraþjálfun frá HÍ 1996. M.Sc próf í stjórnun á Heilbrigðissviði frá Bocconi University 2005.

Starfaði sem sjúkraþjálfari á Reykjalundi 1996-2003 í hjarta-, tauga- og offituteymum og einnig á hjarta- og lungnarannsókn.  Forstöðumaður atvinnumála á Sólheimum í Grímsnesi 2006-2008.  Deildarstjóri læknadeildar og innlagnarstjóri á Heilsustofnun NLFÍ Hveragerði 2008-2012.


Netfang: [email protected]

Símanúmer: 5601018

Rakel Stefý Auðunsdóttir

Móttaka

Starfar í móttöku Heilsuborgar


Netfang: [email protected]

Símanúmer: 5601010

Robert Wieczorek

Robert Wieczorek

Húsvörður

Robert sinnir húsvarðastörfum hjá Heilsuborg


Sigrún Ása Þórðardóttir

Sigrún Ása Þórðardóttir

Sálfræðingur og fagstjóri sálfræðiþjónustu Heilsuborgar

Sigrún Ása lauk BS Prófi í sálfræði frá HÍ árið 2002 og prófi í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Árósum árið 2005. Að námi loknu starfaði hún sem sálfræðingur við miðstöð fyrir unglinga (Ungdomscentret) í Árósum. Frá 2010 til 2014 starfaði Sigrún sem sálfræðingur  við heilsueflingarteymi HNLFÍ og var verkefnastjóri streitumeðferðar við HNLFÍ.  Sigrún hefur frá árinu 2011 starfað sem sálfræðingur í Heilsuborg. Sigrún býður upp á einstaklingsviðtöl alla virka daga í Heilsuborg auk þess að sinna annarri sálfræðiþjónustu í Heilsuborg


Netfang: [email protected]

Símanúmer: 560 1010

Sigrún Þorgeirsdóttir

Sigrún Þorgeirsdóttir

Framkvæmdastjóri rekstrar og þjónustu

Sigrún er menntuð í hótelstjórnun, viðskiptafræði og verkefnastjórnun. Áður en hún hóf störf hjá Heilsuborg var hún hótelstjóri á Hótel Holti.


Netfang: [email protected]

Símanúmer: 560 1010

Snædís Eva Sigurðardóttir

Snædís Eva Sigurðardóttir

Sálfræðingur

Snædís lauk B.A. prófi í sálfræði við Háskóla Íslands árið 2003. Árið 2005 lauk hún námi til kennsluréttinda (M.Ped) og svo Cand. Psych. gráðu frá Háskóla Íslands árið 2008. Frá árinu 2009 hefur Snædís verið starfandi sálfræðingur hjá fyrirtækjaheilsugæslu í Lundi í Svíþjóð þar sem hún veitti starfsfólki sálfræðiaðstoð með vinnutengd vandamál. Árið 2012 fékk Snædís vottun sem sálfræðilegur markþjálfi (Certified Psychological Coach). Árið 2015 hóf hún þjálfun til leiðbeinanda í núvitund í Svíþjóð. Síðasta árið hefur hún verið við nám í hugrænni atferlismeðferð við flóknum vandamálum við University of Sussex (Post Graduate Diploma in CBT for complex difficulties).


Netfang: [email protected]

Símanúmer: 5601010

Sólveig Sigurðardóttir

Sólveig Sigurðardóttir

Ástriðukokkur og leiðbeinandi

Sólveig leiðibeinir á ýmsum námskeiðum tengdu mataræði


Netfang: [email protected]

Símanúmer: 5601010

Stefán Ari Guðmundsson

Stefán Ari Guðmundsson

Framkvæmda- og fjármálastjóri

Stefán útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands árið 2000. Hann starfaði sem framkvæmdastjóri Practical áður en hann hóf störf hjá Heilsuborg.  Á árunum 2006 til ársins 2011 starfaði Stefán sem framkvæmdastjóri S.Helgason steinsmiðju.


Netfang: [email protected]

Símanúmer: 5601045/ 663 5600

Tinna Einarsdóttir

Tinna Einarsdóttir

Móttaka/skrifstofa

Tinna starfa í móttöku og á skrifstofu Heilsuborgar


Netfang: [email protected]

Símanúmer: 5601010

Valdís Ólafsdóttir

Valdís Ólafsdóttir

Móttaka (í fæðingarorlofi)

 

Útskrifaðist sem Förðunarfræðingur árið 2006
Lauk Snyrtifræði frá Snyrtiakademíunni árið 2008, lauk sveinsprófi í snyrtifræðum árið 2010 og tók meistararéttindin árið 2011
Fékk einkaþjálfararéttindi árið 2012

Netfang: [email protected]

Símanúmer: 560 1010

Þóroddur Einar Þórðarson

Íþrótta og heilsufræðingur

Einar lauk B.Sc. gráðu í íþrótta- og heilsufræðum við Háskóla Íslands vorið 2015 með áherslu á tímabilaskiptingu í knattspyrnuþjálfun.

Nú stundar hann M.Sc. í Íþrótta- og heilsufræðum við Háskóla Íslands.

Hann hefur komið að styrktarþjálfun og þjálfun fólks með fötlun.


Netfang: [email protected]

Símanúmer: 5601010