heilsuborg.is, úr ruglinu

ÚR RUGLI Í REGLU

Vilt þú laga mataræðið og innleiða góðar venjur í daglegt líf? Alls staðar dynja á okkur skilaboð um lausnir sem eiga að bæta heilsuna og leysa allan vanda. Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja stuðla að góðri heilsu með aðferðum sem virka.

Hvað er hollt og hvað er óhollt? Alls staðar dynja á okkur skilaboð um lausnir sem sagðar eru bæta heilsu og líðan, fækka kílóum eða auka þrek og styrk. Úr rugli í reglu er lifandi fræðsla um fjölmörg atriði sem snerta heilsuna. Þátttakendum gefst tækifæri til að dýpka skilning á hinum ýmsu fullyrðingum um heilsu sem stundum virðast vefjast fyrir fólki frekar en styðja og vinna með eigin venjur um leið.

Unnið er á heildrænan hátt að bættri heilsu og líðan. Í upphafi námskeiðs er lögð áhersla á leiðir til að auka hreyfingu og koma reglu á mataræði. Þá er unnið að því að innleiða góðar venjur í mataræði jafnt sem hreyfingu. Hugarfar og daglegar venjur skipta öllu máli ef árangurinn á að verða varanlegur. Þess vegna leggjum við áherslu á sjálfstyrkingu og jákvætt hugarfar með markvissri uppbyggingu. Hugað er að streituvöldum, slökun og góðum svefni.

Á þessu 6 mánaða námskeiði hittist hópurinn aðra hverja viku og vinnur saman að þeim markmiðum sem hver þátttakandi setur sér. Tímarnir eru á fimmtudögum kl. 17:30 – 19:15. Opnir stuðningstímar hjá hjúkrunarfræðingi eru á miðvikudögum kl 16 – 17 aðra hverja viku (þá viku sem ekki eru hóptímar). Þar fæst stuðningur og aukin aðstoð við þau verkefni sem þáttakendur vilja vinna með.

Þú getur fylgst með raunverulegum árangri
Til að meta árangur námskeiðsins verður líkamssamsetning þátttakenda mæld reglulega með líkamsgreiningartæki sem sýnir m.a. samsetningu vöðvamassa og fitu. Út frá niðurstöðunum er orkuþörf hvers og eins áætluð. Einnig verða spurningalistar notaðir til að meta heilsu og líðan á námskeiðstímanum. Einstaklingsviðtal við hjúkrunarfræðing er innifalið í námskeiðinu.

Sidekick heilsuappið
Þeim sem það kjósa er boðið er upp á heilsuappið Sidekick til að auka árangurinn enn frekar. Þannig er hægt að takast á við skemmtilegar áskoranir og einföld verkefni og fá um leið hvatningu og stuðning frá leiðbeinendum. Fyrir hvern tíma fær hópurinn sent myndband og fræðslupistla sem unnið er með í tímum. Lokuð Facebook síða verður aðgengileg hópnum fyrir umræður og fræðslupistla. Athugið að snjallsímar og Facebook eru þó engin forsenda þátttöku á námskeiðinu.

Leiðbeinendur námskeiðsins eru Íris Björk Ásgeirsdóttir íþróttafræðingur og Kristín Friðriksdóttir hjúkrunarfræðingur sem starfa hjá Heilsuborg. Auk þeirra miðla aðrir fyrirlesarar ýmsum fróðleik: Anna Sigurðardóttir sálfræðingur fjallar um andlega líðan, sjálfsmynd og streitu, Erla Gerður Sveinsdóttir læknir fjallar um þyngdarstjórnun og næringu. Sólveig Sigurðardóttir ástríðukokkur gefur ráð varðandi matseld.

Námskeiðið Úr rugli í reglu er fræðsluhluti námskeiðsins Heilsulausnir, sem inniheldur einnig líkamsrækt þrisvar í viku undir leiðsögn þjálfara.

Námskeiðið hefst 26. október.

Anna Sigurðardóttir
sálfræðingur

Erla Gerður Sveinsdóttir
læknir

Kristín Friðriksdóttir
hjúkrunarfræðingur

Íris Björk Ásgeirsdóttir
íþróttafræðingur

Sólveig Sigurðardóttir
ástríðukokkur og leiðbeinandi

STUNDASKRÁ


Annan hvern fimmtudag, fyrsti tíminn er 26. október kl. 17:30-19:25
Opnir stuðningstímar hjá hjúkrunarfræðingi, miðvikudagar. Fyrsti stuðningstíminn er 1. nóvember kl. 16:00-17:00

VERÐSKRÁ


6 mánuðir, verð á mánuði 14.900 kr
6 mánuðir alls 89.400 kr

KAUPA NÁMSKEIÐ

INNIFALIÐ

 • Fjölbreytt fræðsla á tveggja vikna fresti í 6 mánuði
 • Fyrirlestur um andlega líðan, sjálfsmynd og streitu
 • Fyrirlestur um þyngdarstjórnun og næringu
 • Heilræði um matseld, uppskriftir og smakk
 • Reglulegar mælingar á líkamssamsetningu
 • Útreikningar á orkuþörf
 • Viðtal við hjúkrunarfræðing: Einstaklingsbundnar ráðleggingar um mataræði og lífsstíl
 • Opnir stuðningstímar hjá hjúkrunarfræðingi
 • Sidekick heilsuforritið, kennsla og stuðningur
 • Myndbönd og pistlar
 • Stuðningur í lokuðum hóp á Facebook
2017-10-20T21:26:22+00:00