BAKLEIKFIMI

Finnur þú fyrir verkjum í hálsi, herðum eða baki? Í bakleikfiminni er góð líkamsstaða og líkamsbeiting þjálfuð auk þess sem gerðar eru æfingar sem styrkja og liðka líkamann.
Upplýsingar og skráning er aðeins á heimasíðu bakleikfiminnar: www.bakleikfimi.is

INNIFALIÐ

  • Bakleikfimi tvisvar í viku
  • Aðgangur að tækjasal þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga
  • Fræðsla og heimaæfingar
Álagsstig 1 
Þriðjudaga og fimmtudagakl. 16:20-17:20
Álagsstig 2 
Þriðjudaga og fimmtudagakl. 12:05-13:00
Álagsstig 3 
Þriðjudaga og fimmtudagakl. 17:20-18:20

Þú færð bæði fræðslu og heimaæfingar sendar til þín vikulega. Þar er m.a. fjallað um hvað við getum sjálf gert til að bæta líðan okkar og af hverju æfingar eru gerðar á tiltekinn hátt.
Á þriðjudögum og fimmtudögum eru leikfimitímar undir leiðsögn sjúkraþjálfara og þú hefur aðgang að tækjasal Heilsuborgar á þessum dögum og laugardögum.

Bakleikfiminni er skipt í þrjú álagsstig.

Álagsstig 1 (létt álag) er fyrir byrjendur og þá sem eru viðkvæmir fyrir álagi. Góð líkamsstaða og líkamsbeiting er þjálfuð upp og liðkandi og styrkjandi æfingar miðast við getu hvers og eins.
Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 16.20-17.20.

Álagsstig 2 (miðlungs álag) er fyrir þá sem vilja þjálfa góða líkamsstöðu og líkamsbeitingu með léttum sporum og tónlist. Æfingar eru fjölbreyttar og áhersla er lögð á að liðka og styrkja líkamann.
Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 12.05-13.00

Álagsstig 3 (meira álag) er fyrir þá sem vilja þjálfa góða líkamsstöðu og líkamsbeitingu með léttum sporum og tónlist. Æfingar eru fjölbreyttar og áhersla er lögð á að liðka og styrkja líkamann. Í æfingum eru notuð lóð, teygjur sem gefa mótstöðu, rúllur og braggar, eftir getu hvers og eins.
Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17.20-18.20.

Hreyfingarleysi og einhæft álag er meginástæða háls- og bakverkja. Einnig er talið að truflanir á líkamsstöðu og hreyfistjórn valdi ofálag á vefi og eigi þátt í því að verkir verði þrálátir.

Rannsóknir sýna að regluleg hreyfing, fræðsla og æfingar bæta líðan í hálsi og baki. Til að draga úr háls- og bakverkjum er því mikilvægt að hreyfa sig reglulega og forðast einhæft álag. Einnig þarf að greina og leiðrétta stöður og hreyfingar sem valda verk/hömlun og læra að hreyfa sig á þann hátt að það valdi síður ofálagi og ertingu á vefina.

Megin markmið bakleikfiminnar er að auka hreyfingu, leiðrétta líkamsstöðu og hreyfistjórn, bæta líkamsvitund, stöðugleika, samhæfingu og jafnvægi. Áhersla er lögð á þindaröndun, grindarbotnsvöðva og mikilvæga vöðva í hálsi, baki, axlargrind, mjaðmargrind og mjöðmum. Til þess að ná góðri líkamsstöðu og beitingu og draga úr óæskilegu álagi á liði eru liðkandi æfingar og vöðvateygjur gerðar almennt og sérhæft eftir þörfum hvers og eins.

Upplýsingar og skráning er aðeins á heimasíðu bakleikfiminnar: www.bakleikfimi.is

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on print
Print

HEILSUBORG - ALLT ANNAÐ LÍF!

Scroll to Top