MÍN BESTA HREYFING

Við tökum með þér fyrstu skrefin í líkamsrækt. Grunn hreyfinámskeið fyrir byrjendur eða þá sem eru að koma sér af stað eftir hlé.

KAUPA

19.900kr39.800kr

Hreinsa

Veistu ekki hvernig þú átt að byrja? Ertu óörugg(ur) að taka þátt í líkamsrækt? Ef þú hefur lítið hreyft þig í langan tíma er þetta námskeiðið fyrir þig.

Mín besta hreyfing er 8 vikna námskeið, hugsað fyrir þá sem vilja taka fyrstu skrefin. Að námskeiðinu loknu eiga þátttakendur að hafa áttað sig á eigin hreyfigetu jafn í hóptímum sem og í tækjasal og í samráði við þjálfara Heilsuborgar meta næsta erfiðleikastig.

Kennt er tvisvar í viku og við bjóðum þrjár tímasetningar: 6:10, 12:00 og 17:30. Þátttakendur geta mætt á þessum tímum eins og best hentar. Það getur komið sér vel, t.d. fyrir þá sem vinna vaktavinnu.

Við leggjum sérstaka alúð við það að aðstoða við fyrstu skrefin í hreyfingunni. Þess vegna erum við með persónulegt viðtal við íþróttafræðing í upphafi og í lok námskeiðs. Þannig er hægt að kortleggja stöðuna og setja raunhæf markmið um framhaldið.

Þjálfarar Heilsuborgar eru allir með háskólamenntun í sínu fagi. Þeir vita vel að það getur verið erfitt að byrja að hreyfa sig. Í upphafi er vel farið yfir hvernig best er að beita sér þegar æfingarnar eru gerðar því árangurinn ræðst af því; æfing sem er rangt gerð getur gert illt verra. Þjálfararnir vita líka að þarfir og geta fólks eru ólík og fylgjast vel með þátttakendum í tímum. Þeir gæta þess að ekki sé farið af stað með einhverjum látum og að álagið sé hæfilegt.

Jafnframt fylgir stöðluð þjálfunaráætlun í tækjasal Heilsuborgar. Þátttakendum býðst að koma á völdum tímum í stundatöflu og hitta þjálfara Heilsuborgar sem eru til aðstoðar við að stilla tæki og leiðbeina um notkun á tækjasal.

Þú sérð árangurinn
Þátttakendum býðst án aukakostnaðar að láta fagfólk Heilsuborgar mæla samsetningu líkamans. Mælingin er gerð á líkamsgreiningartæki og sýnir m.a. grunnefnaskiptin, fitu- og vöðvamassa. Með þessar upplýsingar í höndum er auðveldara að átta sig á stöðunni og taka næstu skref af öryggi.

Námskeiðið hefst 2. september. Kennt er á mánudögum og miðvikudögum

VERÐSKRÁ

Heildarverð 39.800 kr
Greiðslur pr. mánuð 19.900 kr

INNIFALIÐ

  • 8 vikur x tveir tímar á viku undir leiðsögn íþróttafræðinga Heilsuborgar
  • Upphafs- og lokaviðtal við íþróttafræðing
  • Stöðluð þjálfunaráætlun í tækjasal fyrir byrjendur, leiðsögn hjá þjálfara á völdum tímum
  • Aðgangur að tíma í mælingu á líkamsgreiningartæki sem sýnir samsetningu líkamans – í upphafi og lok námskeiðs
  • Lokuð Facebook síða fyrir þátttakendur fyrir umræður, fróðleik og hvatningu
  • Aðgangur að vel búnum tækjasal þar sem fagaðilar Heilsuborgar eru til ráðgjafar
  • Aðgangur að heitum potti og sauna
Mánudaga og miðvikudaga kl. 06:10, 12:00 eða 17:30
Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on email
Email
Share on print
Print

HEILSUBORG - ALLT ANNAÐ LÍF!

Scroll to Top