EINKAÞJÁLFUN HJÁ ÍÞRÓTTAFRÆÐINGI

Í einkaþjálfun færð þú hámarks aðhald og eftirfylgni í æfingum. Íþróttafræðingur fylgir þér allan tímann og velur æfingar út frá þinni getu og þínum markmiðum.

SKRÁNING

49.900kr199.900kr

Hreinsa

INNIFALIÐ

Þjálfarinn þinn sér til þess að þú fáir æfingar við hæfi, gerir þær rétt og þjálfir á  því álagi sem er öruggt og hentar þér best.

Langar þig að styrkjast, léttast, þyngjast eða bara bæta almenna líðan? Láttu þjálfarann þinn vita hver þín markmið eru og hvort þú sért að glíma við einhverja heilsukvilla. Saman finnum við þína leið og vinnum saman að markmiðum þínum að bættri heilsu.

Þjálfunartímabilið eru fjórar vikur. Kort í ræktina er innifalið.

Ef tveir eða þrír kjósa að vera saman í einkaþjálfun eru tvær leiðir til að gera það:
a) Einn kaupir og aðilar gera kaupin upp sín á milli
b) Ganga frá samningi í móttöku.

Ef vilt njóta einkaþjálfunar á hagstæðari kjörum í félagsskap þá bendum við á Hópeinkaþjálfun sem valmöguleika.

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on print
Print

HEILSUBORG - ALLT ANNAÐ LÍF!

Scroll to Top