FRÆÐSLA FYRIR AÐGERÐ

Ert þú að íhuga efnaskiptaaðgerð vegna offitu eða undirbúa þig fyrir slíka aðgerð?

SKRÁNING

26.300kr

Hreinsa

INNIFALIÐ

  • Fræðsla og ráðgjöf, fjögur skipti í 90 mínútur
  • Prufuaðgangur í eina viku að vel búinni líkamsrækt Heilsuborgar
Mánudagarkl. 16:30-18:00

Hér er gagnlegt námskeið sem styður þig í aðdraganda aðgerðarinnar eða hjálpar þér að taka ákvörðun um hvort slík aðgerð hentar þér.
Um er að ræða fræðslu sem ekki hefur boðist hérlendis áður, ætlaða þeim sem vilja vita meira um efnaskiptaaðgerðir vegna offitu.

Fjallað er um skurðaðgerðina sjálfa, hvaða aðgerð hentar, hver mögulegur ávinningur sé af aðgerðinni og einnig er fjallað um hættu á fylgikvillum. Fjallað er um helstu tegundir aðgerða, magaermi, magahjáveitu og magaband. Skoðað verður hvaða næring og mataræði er æskilegt fyrir og eftir aðgerð. Rætt verður hvernig best er að undirbúa líkama og sál fyrir aðgerð og hvernig eftirmeðferð eykur líkur á að besti árangur náist. Síðast en ekki síst segja einstaklingar sem hafa farið í efnaskiptaaðgerðir sína sögu og spjalla við þátttakendur.

Leiðbeinendur eru:
Hjörtur Gíslason, MD, PhD,
Erla Gerður Sveinsdóttir læknir,
Gréta Jakobsdóttir næringarfræðingur 
auk Önnu Lilju Sigurðardóttur sem miðlar af sinni reynslu.

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on print
Print

HEILSUBORG - ALLT ANNAÐ LÍF!

Scroll to Top