HEILSA OG HAMINGJA - ÞÍN LEIÐ

Námskeiðið er stuðningur, hvatning og fræðsla fyrir þá sem eru að finna sinn takt í heilbrigðum lífsstíl og vinna með þyngdarstjórnun. Með námskeiðinu fylgir dagbókin Hamingjubók sem veitir yfirsýn og auðveldar markmiðasetningu. Þátttakendur geta rætt opinskátt um eigin upplifun, bæði áskoranir og það sem vel gengur, þannig geta þeir stutt við og lært af hver öðrum.

Námskeiðin eru 8 vikur. Þau hefjast 1., 3.(fyrir einstaklinga sem hafa farið í efnaskiptaaðgerð) og 4. október.

KAUPA

25.900kr

Hreinsa

Bjargey Ingólfsdóttir leiðbeinandi námskeiðsins miðlar af sinni reynslu af því að breyta um lífsstíl, öðlast betri heilsu og auka hamingju í sínu lífi. Bjargey er einnig leiðbeinandi á námskeiðunum Fræðsla fyrir aðgerð og Fræðsla eftir aðgerð í Heilsuborg þar sem hún miðlar sinni reynslu af því að byggja upp heilbrigðan lífsstíl og hvernig hún náði betri tökum á ofþyngd með faglegri hjálp.

Námskeiðið byggir á þeirri hugmyndafræði Heilsuborgar að fólk sé ólíkt og að ekki henti öllum það sama. Í hverjum tíma er fræðsla og umræður um efni sem tengist því að breyta hegðun og hugsunum í daglega lífinu – og viðhalda þeim árangri. Námskeiðið er 8 vikur.

Þau hefjast:
1. október – þriðjudagar 17:30-19:00
3. október – fimmtudagar 17:30-19:00 (Hópur fyrir þá sem hafa farið í efnaskiptaaðgerð).
4.október – föstudagar kl.10:00-11:30

 

Viðfangsefni sem fjallað verður um á námskeiðinu:

 • Sjálfsumhyggja og sjálfsrækt
 • Markmiðasetning
 • Styrkleikar okkar og hvernig þeir nýtast okkur í lífsstílsbreytingum
 • Heilsusamlegt mataræði, að borða í núvitund og samband okkar við mat
 • Hvernig er hægt að auka hamingjuna í eigin lífi
 • Jákvæð hugsun
 • Að elska sjálfan sig eins og maður er núna – hvernig gerir maður það?
 • Heilbrigður lífsstíll og andleg líðan eftir áföll eða breyttar aðstæður

Hamingjubók
Í fyrsta tíma fá þátttakendur dagbókina Hamingjubók sem er sérsniðin að efni námskeiðsins. Í hana er hægt að skrá daglega líðan, tilfinningar og verkefni dagsins. Einnig er hægt að skrá næringu, hreyfingu, sjálfsumhyggju og svefn; þannig geta þátttakendur áttað sig betur á því hvað er í góðu jafnvægi og hvort þeir vilja gera einhverjar breytingar. Í upphafi hverrar viku er gott að skrá markmið og hugleiðingar; í vikulokin er líka gott að fara yfir árangurinn og markmið fyrir nýja viku.

VERÐSKRÁ

Heildarverð 25.900 kr

INNIFALIÐ

 • Stuðningur, hvatning og umræður, vikulega í 8 vikur, 90 mínútur í senn
 • Vinnubók námskeiðsins, Hamingjubók eftir Bjargeyju Ingólfsdóttur
 • Lokaður Facebook hópur fyrir fróðleik, umræður og hvatningu
 • Frí prufuvika í líkamsrækt hjá Heilsuborg
Hópur 1
Þriðjudagar kl. 17:30-19:00
Hópur 2 Fyrir einstaklinga sem hafa farið í efnaskiptaaðgerð (magaermi, eða magahjáveituaðgerð)
Fimmtudagur kl. 17:30-19:00
Hópur 3
Föstudagur kl. 10:00-11:30
Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on print
Print

HEILSUBORG - ALLT ANNAÐ LÍF!

Scroll to Top