HEILSUGÖNGUR

Langar þig að upplifa náttúruna og fjöllin í kringum höfuðborgarsvæðið með leiðsögn og fræðslu?

KAUPA

24.900kr

Heilsugöngur eru 8 vikna námskeið, sérsniðið fyrir byrjendur í fjallgöngum og þá sem vilja komast út í náttúruna að hreyfa sig á fjölbreyttan hátt. Á námskeiðinu verður farið vandlega yfir grunnatriðin í fjallamennsku og sex fjöll toppuð. Heilsugöngur eru í samstarfi Heilsuborgar við Tinda Travel.

Námskeiðið byggir á tveimur fræðslutímum og sex göngum.

Fræðsla á fimmtudögum kl. 14.00
Í fræðslunni er farið ýtarlega yfir göngutækni og úthald, öndun, fataval og útbúnað, næringu, hvernig finna má upplýsingar um bestu gönguleiðirnar ofl. Samstarfsaðilar verða kynntir, hjá þeim fæst afsláttur af fjallgöngufatnaði og búnaði sem þátttakendur kunna að vilja eignast.

Námskeiðið byrjar á kynningu á því sem koma skal, hvað er lagt upp með og þarf að hafa í huga frá upphafi. Eftir þessa kynningu hefjast göngurnar og fræðslan.

Fræðslufyrirlestrarnir verða haldnir í Heilsuborg fimmtudaginn 7. og fimmtudaginn 14. mars kl. 14.00.

Fjallgöngur á mánudögum kl.14.00
Í hverri göngu verður gengið hærra og lengra en áður til að auka þol og tækni. Fararstjórarnir fræða þátttakendur á leiðinni. Hver ganga tekur ca 2 – 3 klst. og farið er yfir á þeim hraða sem öllum hentar. Markmiðið er alltaf að njóta útiverunnar en ekki þjóta yfir.

VERÐSKRÁ

Heildarverð 24.900 kr

INNIFALIÐ

  • Tveir fræðslufyrirlestrar á fimmtudögum kl. 14.00
  • Sex fjallgöngur á mánudögum kl. 14.00
  • Leiðsögn og kennsla
  • Afsláttur hjá samstarfsfyrirtækjum
Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on email
Email
Share on print
Print

HEILSUBORG - ALLT ANNAÐ LÍF!

Scroll to Top