HEILSUKLÚBBURINN
ótímabundið – byrjaðu strax

Þeir sem byrja að hreyfa sig í Heilsuborg halda því gjarnan áfram. Heilsuklúbburinn er samheiti yfir marga hópa með mismunandi áherslum í hreyfingu. Hópunum er skipt í tvö álagsstig, I og II, þar sem við sníðum tímana eftir ólíkum óskum og getu.

Að tilheyra Heilsuklúbbnum er lífsstíll þar sem hægt er að ganga út frá faglegri og vandaðri þjálfun án öfga. Námskeiðin eru í gangi allt árið og til að halda sínu sæti í hópnum er mælt með áskrift.

SKRÁNING

16.900kr

Hreinsa

INNIFALIÐ

  • Þjálfun þrisvar í viku í lokuðum hópi undir leiðsögn íþróttafræðinga Heilsuborgar
  • Aðgangur að opnum tímum og þjónustu í tækjasal
  • Aðgangur að vel búnum tækjasal þar sem fagaðilar Heilsuborgar eru til ráðgjafar á auglýstum tímum
  • Aðgangur að tímum í mælingu á líkamsgreiningartæki sem sýnir samsetningu líkamans
  • Lokaður Facebook hópur fyrir þátttakendur fyrir umræður, fróðleik og hvatningu
  • Aðgangur að heitum potti og sauna
  • OPNIR TÍMAR OG AÐSTOÐ Í TÆKJASAL
Álagsstig I 
mán./mið./föstudkl. 6:10
kl. 7:20
kl. 10:00
kl. 12:00
kl. 14:00
KONURkl. 16:30
 kl. 17:30
kl. 18:30
Álagsstig II 
mán./mið./föstudkl. 6:10
kl. 7:20
kl. 10:00
KARLARkl. 12:00
KONURkl. 16:30
 kl. 17:30
kl. 18:30

Fyrir hverja er Heilsuklúbburinn?
Þeir sem hafa lokið grunn- eða framhaldsnámskeiðum í sérhæfðum lausnum Heilsuborgar og vilja halda áfram að hreyfa sig í Heilsuborg í lokuðum hópi.
Viðskiptavinir sem ekki eiga við sérhæfð vandamál að stríða en vilja nýta sér vandaða leiðsögn þjálfara Heilsuborgar í lokuðum hópi.

Vönduð þjálfun
Þjálfarar Heilsuborgar eru allir með háskólamenntun í sínu fagi. Þeir vita að þarfir og geta fólks eru ólík og fylgjast vel með þátttakendum í tímum. Þjálfarar veita aðstoð í tækjasal á völdum tímum í stundatöflu.

Þú sérð árangurinn
Þátttakendum býðst án aukakostnaðar að láta fagfólk Heilsuborgar mæla samsetningu líkamans. Mælingin er gerð á líkamsgreiningartæki og sýnir m.a. grunnefnaskiptin, fitu- og vöðvamassa. Mælingar fara fram í opnum tímum sem auglýstir eru í stundatöflu á heimasíðu Heilsuborgar. Með þessar upplýsingar í höndum er auðveldara að átta sig á stöðunni og taka næstu skref af öryggi.

Breytilegt álag fyrir breytilegar þarfir
Við viljum gera vel við Heilsuklúbbinn okkar og reynum að sníða þjálfunina að ólíkum þörfum. Þess vegna höfum við skipt tímunum upp í tvö álagsstig sem við kennum á sama tíma svo hægt sé að skipta þegar þannig stendur á.

Álag I
Áhersla á þjálfun stöðugleika, jafnvægis og liðleika.

Námskeið með álagi I henta:
Þeim sem kjósa mýkri hreyfingu án höggálags á stoðkerfið
Þeim sem þurfa að gæta að álagi á hné, mjaðmir, bak eða axlir
Þeim sem hafa lokið sérhæfðum lausnanámskeiðum í Heilsuborg (Heilsulausnir, Orkulausnir, Stoðkerfislausnir, Jógalausnir og Hugarlausnir)
Þeim sem hafa lokið hópsjúkraþjálfun
Þeim sem hafa fengið grænt ljós frá sjúkraþjálfara eða íþróttafræðingi Heilsuborgar

Álag II
Áhersla á alhliða styrktar- og þolþjálfun.

Námskeið með álagi II henta:
Þeim sem hafa góðan grunn í hreyfingu
Þeim sem eru komnir vel á veg í þjálfun og vilja meira krefjandi æfingar til að efla þol og styrk
Þeim sem geta notað palla og geta auðveldlega gert æfingar á dýnu
Þeim sem hafa lokið sérhæfðum lausnanámskeiðum í Heilsuborg (Heilsulausnir, Orkulausnir, Stoðkerfislausnir, Jógalausnir og Hugarlausnir), bæði grunn- og framhaldi

Tímar eru þrisvar í viku: mánudaga, miðvikudaga og föstudaga og til að krydda tilveruna bjóðum við fjölbreytta og skemmtilega auka þjálfunartíma í hverri viku. Meðlimir Heilsuklúbbsins geta nýtt þessa kryddtíma að vild. Þeir eru breytilegir og verða auglýstir í hverjum mánuði.

Þetta námskeið er ótímabundið og hægt að byrja hvenær sem er*.   
Í boði eru tveir valkostir.  Annars vegar tveir mánuðir staðgreiddir og hins vegar mánaðarleg áskrift í boðgreiðslu.  Í síðara tilfellinu er upphafsbinditími tveir mánuðir og uppsagnartími einn mánuður. Í reglulegri áskrift er í boði að leggja kortið inn í mánuð samfellt á hverju ári.

Afsláttur af námskeiði númer tvö.
Þeim sem eru í Heilsuklúbbnum en vilja bæta Jóga, Jóga Nidra eða Þjálfun í vatni við á sama tíma er veittur 25% afsláttur af námskeiði númer tvö (stöku námskeiði). Ganga þarf frá afslættinum í móttöku.  

*Með fyrirvara um breytingar og lágmarksþátttöku.

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on print
Print

HEILSUBORG - ALLT ANNAÐ LÍF!

Scroll to Top