HEILSUMAT STARFSMANNA

Viltu bjóða starfsfólki þínu að skoða hvaða þætti er nauðsynlegt að vinna með til að hámarka heilsuna? Í Heilsumati fá starfsmenn mælingar og mat á helstu áhættuþáttum sem tengjast þeirra lífsstíl ásamt ráðgjöf í formi fyrirlesturs um hvað hægt er að gera til að bæta heilsuna.

INNIFALIÐ

  • Mæling í líkamsgreiningartæki
  • Fyrirlestur um mataræåi, orku- og blóðsykursstjórnun
  • Ráðgjöf um áhættuþætti helstu lífsstílssjúkdóma
  • Prufuvika í tækjasal

Heilsumat er fyrsta skrefið í átt að betra lífi og líðan. Það gefur góða mynd af heilsunni og helstu áhættuþáttum sem huga þarf að.  

Heilsumæling
Mæling í líkamsgreiningartæki sem segir til um ástand líkamans og hvernig hann er samsettur. Gefur niðurstöðu um vöðvamassa, fitumassa, grunnbrennslu, vökvajafnvægi o.fl.

Framkvæmd:
6 manns raðast á hverja klst. Stutt stopp í líkamsgreiningartæki.

Fyrirlestur
Niðurstöður heilsumælingar og fyrirlestur um mataræði, orku- og blóðsykurstjórnun. Ráðgjöf um næringu, svefn, streitu og áhættuþætti helstu lífsstílssjúkdóma.

Framkvæmd:
70 mín erindi hjúkrunarfræðings í fyrirlestrarsal Heilsuborgar, 20 mín fyrir spurningar og kynningu á aðstöðunni í Heilsuborg.

Tilgangur

  • Fyrsta skrefið í átt að betra lífi og líðan
  • Yfirsýn yfir heilsuna
  • Mat á áhættuþáttum
  • Aukið jafnvægi og úthald
  • Orkuþörf líkamans

Nánari upplýsingar veitir Guðlaug Erla Akerlie, hjúkrunarfræðingur í Heilsuborg, gulla@heilsuborg.is eða Heiður Agnes Björnsdóttir, markaðsstjóri Heilsuborgar, heidur@heilsuborg.is. 

 

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on print
Print

HEILSUBORG - ALLT ANNAÐ LÍF!

Scroll to Top