HEILSUPAKKINN

Heilsupakkinn er fullbókaður á næstu mánuðum en verður til sölu aftur í haust. Þjónustan verður nánar auglýst í ágúst, þegar tekið verður við bókunum á ný.

Heilsupakkinn er 8 vikna grunnur að góðri heilsu fyrir konur og karla sem vilja koma sér af stað og breyta lífsstílnum eða eru orðin leið á kúrum og skyndiáhlaupum sem litlu skila. Á námskeiðinu kennum við hvernig hægt er að nota mataræði og hreyfingu til að bæta heilsuna.
Grunnurinn er hugmyndafræði Heilsuborgar, sem hefur nýst þúsundum til að öðlast betra líf.

SKRÁNING

34.950kr69.900kr

Hreinsa

INNIFALIÐ

 • 8 vikur x tveir tímar á viku undir leiðsögn íþróttafræðinga Heilsuborgar
 • Upphafs- og lokaviðtal við íþróttafræðing
 • Stöðluð þjálfunaráætlun í tækjasal fyrir byrjendur, leiðsögn hjá þjálfara á völdum tímum
 • Aðgangur að tíma í mælingu á líkamsgreiningartæki sem sýnir samsetningu líkamans – í upphafi og lok námskeiðs
 • Aðgangur að vel búnum tækjasal þar sem fagaðilar Heilsuborgar eru til ráðgjafar
 • Aðgangur að heitum potti og sauna
 • Sex fræðslutímar hjúkrunarfræðinga, næringarfræðinga og læknis
 • Sýnikennsla í matreiðslu og smakk (ath tíminn 26. sept er korteri lengri en venjulega: kl. 18:00 – 19:30)
 • Uppskriftir og matseðill
 • Lokaður Facebook hópur fyrir fróðleik, umræður og hvatningu
 • Aðgangur að opnum tímum og þjónustu í tækjasal
 • OPNIR TÍMAR OG AÐSTOÐ Í TÆKJASAL
HREYFING 
Mánudaga og miðvikudagakl. 10:00
Mánudaga og miðvikudagakl. 18:30
Þriðjudaga og fimmtudagakl. 06:10
FRÆÐSLA 
Fimmtudagakl. 17:30

Heilsupakkinn er 8 vikna námskeið til að koma til móts við þá sem eru að taka fyrstu skrefin í að hreyfa sig eða hafa ekki hreyft sig lengi, þá sem vilja léttast, vilja verða orkumeiri eða láta sér almennt líða betur.

Heilsupakkinn samanstendur af námskeiðunum:

MÍN BESTA HREYFING og MITT BESTA MATARÆÐI

sem eru undir stjórn fagfólks Heilsuborgar: Íþróttafræðinga, hjúkrunarfræðinga, næringarfræðinga og læknis.

Fagfólkið leggur metnað sinn í að styðja hvern og einn þátttakanda til þess að finna sína bestu leið að betra lífi, því öll erum við ólík og þarfirnar ólíkar.

Þátttakendum býðst án aukakostnaðar að láta fagfólk Heilsuborgar mæla samsetningu líkamans. Mælingin er gerð á líkamsgreiningartæki og sýnir m.a. grunnefnaskiptin, fitu- og vöðvamassa. Með þessar upplýsingar í höndum er auðveldara að átta sig á stöðunni og taka næstu skref af öryggi.

Mín besta hreyfing er kennd tvisvar í viku og hægt er að velja á milli tveggja tímasetninga (sjá í kaupferli).
Þátttakendur geta mætt á þessum tímum eins og best hentar. Stöðluð æfingaáætlun í sal er innifalin og innifalið er persónulegt viðtal við íþróttafræðing, bæði í upphafi og lok námskeiðs.

Mitt besta mataræði er kennt einu sinni í viku.  Ath. að tími þar sem er sýnikennsla í matreiðslu og smakk er ögn lengri.

Margir þekkja Heilsulausnir sem hafa verið afar vinsælar síðustu árin. Þær bjóðast ekki lengur en Heilsupakkinn byggir á sama grunni. Hann var gerður til að svara þörfum þeirra sem vilja leggja drög að betra lífi en kjósa skemmri bindingu en áður bauðst. Fyrir þá sem langar í meira eftir 8 vikur bjóðum við margvíslega þjónustu.

HEILSUBORG - ALLT ANNAÐ LÍF!

Scroll to Top