HJARTAHÓPUR

Þjálfun í hóp fyrir þá sem eru með einn eða fleiri áhættuþætti hjartasjúkdóma, eru með kransæðaþrengingu eða hafa fengið hjartaáfall og vilja gera reglulega þjálfun að hluta að sínum lífsstíl til framtíðar.

INNIFALIÐ

  • Hópþjálfun, sérhæfð fyrir hjartasjúklinga, tvisvar í viku undir leiðsögn sjúkraþjálfara.
  • Einstaklingsviðtal við sjúkraþjálfara í upphafi námskeiðs.  Viðtalið fer fram áður en þjálfun hefst og þar er farið yfir einstaklingsbundna þætti varðandi heilsufar og mælt með æfingum við hæfi, sem viðkomandi getur nýtt við þjálfun utan tíma í Hjartahópnum.
Þriðjudagakl. 07:30 og kl. 09:30
Fimmtudagakl. 07:30 og kl. 09:30

Þjálfað er í hóp tvisvar í viku og er áhersla lögð á þol- og styrktarþjálfun. Hægt er að byrja hvenær sem er, en fyrsta skrefið er alltaf upphafsviðtal hjá sjúkraþjálfara. Í viðtalinu er farið er yfir forsögu þátttakenda, áhættuþætti hjartasjúkdóma og línur lagðar hvað varðar álag í þjálfun.

Þjálfunin fer fram þriðjudaga og fimmtudaga kl. 07:30 og annar hópur er kl. 9.30.

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on print
Print

HEILSUBORG - ALLT ANNAÐ LÍF!

Scroll to Top