HÓPEINKAÞJÁLFUN

Í Hópeinkaþjálfun æfa fjórir eða fleiri saman á sama tíma undir styrkri stjórn íþrótta- og heilsufræðinga Heilsuborgar, sem gæta þess að æfingarnar séu rétt gerðar. Æfingar eru sniðnar að getu hvers og eins og þannig stuðlað að því að allir í hópnum nái þeim árangri sem þeir sækjast eftir.

SKRÁNING

37.900kr 34.900kr

Hreinsa

INNIFALIÐ

  • Þjálfun x 2 í viku mán. og mið. kl. 8:30, 12:00 eða 13:30.
    eða þri. og fim. 16:30. 
  • Fjórar vikur að lágmarki
  • Mæling á samsetningu líkamans í upphafi og lok tímabils
  • Stöðluð æfingaáætlun í tækjasal
  • Heitur pottur og gufa
  • OPNIR TÍMAR OG AÐSTOÐ Í TÆKJASAL
Mánudaga og miðvikudaga kl. 08:30–09:20
Mánudaga og miðvikudaga kl. 12:00-12:50
Mánudaga og miðvikudaga kl. 13:30 – 14:20
Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 16:30–17:20

Í litlum hópi fæst meiri og persónulegri stuðningur en í stærri hópum. Hópeinkaþjálfun er ódýrari en einkaþjálfun og hentar bæði þeim sem eru að koma sér af stað í hreyfingu og einnig þeim sem hafa verið í einstaklingsþjálfun eða hafa annan góðan grunn.

Í upphafi setja þátttakendur sér persónuleg markmið um árangur og vinna svo markvisst að þeim. Mælingar eru gerðar í upphafi og lok tímabils. Áhersla er lögð á áhrifaríkar og fjölbreyttar æfingar sem styrkja, auka þol og koma þér í gott form.

Hvert þjálfunartímabil er fjórar vikur en þó er hægt að byrja í hópi sem er þegar farinn af stað.

HEILSUBORG - ALLT ANNAÐ LÍF!

Scroll to Top