HREYFIMAT OG HEILSUMAT Í EINUM PAKKA. SÉRSTAKT TILBOÐ!

Hvernig er heilsan? Langar þig til að hreyfa þig meira? Viltu nærast betur?
Þú ferð með bílinn í skoðun og færð að vita hvað þarf að gera – en hvað veistu um þig sjálfa(n)?
Heilsutvennan okkar, sem er Hreyfimat og Heilsumat í einum pakka gefur góða mynd af stöðunni og í kjölfarið veitir fagfólk Heilsuborgar persónulega ráðgjöf um skynsamleg næstu skref, bæði hvað varðar mataræði og hreyfingu.

SKRÁNING

25.900kr

INNIFALIÐ

  • Einstaklingsviðtal (50 mín) hjá hjúkrunarfræðingi
  • Mæling á samsetningu líkamans og grunnefnaskiptum í líkamsgreiningartæki
  • Einstaklingsviðtal (50 mín) hjá íþróttafræðingi
  • Afkastamæling: Styrktar-, þol-, jafnvægis- og liðleikapróf
  • Persónuleg ráðgjöf um næstu skref, þmt ráðgjöf um bæði hreyfingu og áhættuþætti helstu lífsstílssjúkdóma

Til að taka skynsamleg fyrstu skref í því að breyta lífsstílnum er gagnlegt að vita hver staðan er.

Það eykur líkur á góðum árangri til lengri tíma.

Í Hreyfimatinu eru gerðar mælingar á styrk, þoli, jafnvægi og liðleika.

Mikilvægt er að mæta í Hreyfimatið í fatnaði sem þægilegt er að hreyfa sig í og íþróttaskóm eða öðrum heppilegum skóm til að nota innandyra.

Í Heilsumatinu er m.a. samsetning líkamans mæld og grunnefnaskiptin reiknuð út.

Í framhaldinu er veitt persónuleg ráðgjöf um hvernig best sé að byrja að hreyfa sig og hvernig æskilegt sé að dreifa næringunni yfir daginn til að líkaminn starfi í jafnvægi.

Hjúkrunarfræðingur og íþróttafræðingur veita jafnframt vandaða ráðgjöf um hvað þarf að gera til að halda heilsunni eða bæta hana hvað varðar áhættuþætti helstu lífsstílssjúkdóma. Hér er frábært verkfæri, hvort sem er fyrir þyngdarstjórnun eða fyrir þá sem sækjast eftir að láta sér líða betur.

Vinsamlegast athugið að hjúkrunarfræðingar sinna einungis fullorðnum einstaklingum. Forráðamönnum barna og unglinga er bent á að panta tíma hjá næringarfræðingi í móttöku Heilsuborgar.

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on print
Print

HEILSUBORG - ALLT ANNAÐ LÍF!

Scroll to Top