HUGARLAUSNIR

Glímir þú við einkenni streitu, depurðar, kvíða eða þunglyndis?
Hugarlausnir eru 8 vikna námskeið þar sem þátttakendum er kennt að kljást við þessi einkenni.

KAUPA

23.100kr72.300kr

Hreinsa

Til að ná sem bestum árangri er námskeiðið þríþætt:

Hreyfing er fyrirferðarmesti hluti námskeiðsins. Þátttakendur æfa í hópi þrisvar sinnum í viku undir leiðsögn íþróttafræðings. Hægt er að kaupa hreyfinguna sér. Farið er rólega af stað í upphafi og unnið að því að bæta jafnt og þétt við æfingar, æfingarform, styrk og þol allt námskeiðið. Einnig er lagt mikið uppúr endurgjöf á góðri líkamsbeitingu og líkamsstöðu. Rannsóknir hafa sýnt framá með óyggjandi hætti að hreyfing hefur jákvæð og góð áhrif á andlega heilsu og líðan. Hreyfing er þess vegna stór hluti af námskeiðinu.

Unnið er með núvitund (mindfulness) undir leiðsögn sálfræðings. Núvitund snýst um það að vera meðvitaður um líðandi stundu og vera með athygli á því sem við erum að gera og hugsa. Á námskeiðinu eru kenndar einfaldar hugleiðsluæfingar sem hægt er að innleiða í daglegt líf. Áhersla er lögð á æfingar milli tíma.  

Þeir sem ljúka grunnnámskeiðinu geta skráð sig á framhaldsnámskeið þar sem æft er þrisvar sinnum í viku og boðið er upp á vikulegar núvitundaræfingar.

Veldu grunn eða framhaldsnámskeið í felliglugganum og það tímabil, sem hentar þér best.

VERÐSKRÁ

Grunnnámskeið
Heildarverð 72.300 kr
Greiðslur pr. mánuð 36.150 kr
Framhaldsnámskeið
Heildarverð 46.200 kr
Greiðslur pr. mánuð 23.100 kr

INNIFALIÐ

  • Þjálfun þrisvar í viku í 8 vikur undir leiðsögn íþróttafræðings.
  • Einstaklingsviðtal við sálfræðing í fyrstu viku námskeiðs þar sem farið er yfir sögu viðkomandi einstaklings og hugtakið núvitund er kynnt.
  • Námskeið í núvitund undir handleiðslu sálfræðinga. Fjögur skipti í tvo tíma í senn á miðvikudögum kl. 14:00-16:00.
  • Hugleiðsludiskur með æfingum sem farið er í á námskeiðinu.
  • Mat á andlegri líðan og lífsgæðum  í upphafi og lok námskeiðs með sjálfsmatslistum.
  • Ótakmarkað aðgengi að vel búnum tækjasal Heilsuborgar
  • Ótakmarkað aðgengi að Kryddtímum Heilsuborgar
  • Ótakmarkað aðgengi að heitum potti og sauna
  • Aðgangur að opnum fyrirlestrum Heilsuborgar
Grunnnámskeið
Mán./Miðv./Föstud. kl. 13:00-13:55
Framhaldsnámskeið
Mán./Miðv./Föstud. kl. 14:00-14:55
Eftir að Birna Rebekka byrjaði í Hugarlausnum hlakkar hana í fyrsta sinn til að mæta í ræktina og hún finnur raunverulegan árangur. Lestu sögu hennar.
Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on email
Email
Share on print
Print

HEILSUBORG - ALLT ANNAÐ LÍF!

Scroll to Top