HUGRÆN ATFERLISMEÐFERÐ (HAM) VIÐ KVÍÐA OG DEPURÐ

Námskeiðið er ætlað þeim sem finna fyrir kvíða eða depurð og vilja læra leiðir til að bæta líðan sína.

KAUPA

36.000kr72.000kr

Hreinsa

Meginmarkmið námskeiðsins er að auka skilning þátttakenda á eigin vanda og þjálfa í aðferðum HAM til að takast á við hann. Á námskeiðinu er veitt fræðsla um kvíða og depurð og farið yfir orsakir, áhrif á daglegt líf og hvað getur hjálpað við að rjúfa vítahring vanlíðunar. Tengsl hugsana, hegðunar og tilfinninga eru skoðuð. Jafnframt eru kenndar leiðir til að skoða og endurmeta hugsanamynstur og breyta hegðun sem viðheldur tilfinningavandanum.

Námskeiðið fer fram í hóp og byggist á fræðslu, umræðum og heimaæfingum. Áður en námskeiðið hefst fer hver þátttakandi í forviðtal (30 mínútur) hjá sálfræðingi. Í lok námskeiðs er lokaviðtal við sálfræðing til að meta árangur og leggja línur varðandi framhaldið.

VERÐSKRÁ

Heildarverð 72.000 kr
Greiðslur pr. mánuð 36.000 kr

INNIFALIÐ

  • Forviðtal við sálfræðing í upphafi námskeiðs (30 mín.)
  • Lokaviðtal við sálfræðing (30 mín.)
  • Umræður í hópi undir handleiðslu sálfræðinga. Sex skipti í tvo tíma í senn
  • Fræðsla um HAM (hugræn atferlismeðferð)
  • Fræðsla um kvíða og þunglyndi
  • Fræðsla um viðhorf og lífsreglur
  • Fræðsla um samskipti
  • Fræðsluefni og verkefni
  • Þjálfun í verkfærum HAM
Fimmtudagar kl. 08:45-10:45
Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on email
Email
Share on print
Print

HEILSUBORG - ALLT ANNAÐ LÍF!

Scroll to Top