HVAÐA STOÐKERFISNÁMSKEIÐ HENTAR MÉR BEST?

Glímir þú við verki og vilt gera eitthvað í málinu?

INNIFALIÐ

  • 30 mínútna viðtal við sjúkraþjálfara, greining og mat á orsökum verkja
  • Ráðgjöf um næstu skref

Ástæður verkja geta verið margvíslegar og oft gengur erfiðlega að finna hvaða úrræði duga best. Til að svara þeirri þörf býður Heilsuborg upp á greiningarviðtal við sjúkraþjálfara í Stoðkerfismóttöku Heilsuborgar. Viðtalið er 30 mínútur, en þar er farið yfir sögu vandans með það markmið að leiðarljósi að finna ástæðu verkjanna. Í framhaldinu er sett upp meðferðaráætlun eða mælt með þeirri þjónustu sem er líklegust til að henta, t.d. skoðun hjá sjúkraþjálfara, viðtal við aðra fagaðila, sérhæfð stoðkerfisnámskeið eða annað.

Í Heilsuborg eru fjölmörg námskeið í boði þar sem mismunandi nálgun er beitt eftir því hvað hentar hverjum einstaklingi. Fáðu liðsinni sjúkraþjálfara til að meta hvaða leið hentar þér.

Bóka þarf tíma í móttöku Heilsuborgar.

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on print
Print

HEILSUBORG - ALLT ANNAÐ LÍF!

Scroll to Top