JÓGA NIDRA Í HEILSUBORG

Vilt þú upplifa djúpt slökunar- og kyrrðarástand í leiddri hugleiðslu og öðlast hugarró í amstri dagsins? Jóga Nidra fer að mestu fram í liggjandi stöðu á dýnu á gólfinu en þó er líka hægt að sitja í stól ef þess þarf.

SKRÁNING

16.900kr33.800kr

Hreinsa

INNIFALIÐ

 • Leidd hugleiðsla og slökun x 2 í viku
 • Fræðsla um þætti sem eru mikilvægir fyrir andlega líðan
 • Dýnur, teppi og annar búnaður er á staðnum
 • Aðgangur að vel búnum tækjasal
 • Aðgangur að opnum tímum í mælingu á líkamsgreiningartæki sem sýnir samsetningu líkamans
 • Aðgangur að opnum tímum og þjónustu í tækjasal
 • Aðgangur að heitum potti og sauna
 • OPNIR TÍMAR OG AÐSTOÐ Í TÆKJASAL
Þriðjudaga kl. 12:05-12:55
Fimmtudaga kl. 12:05-12:55

Ath: Námskeiðið hefst 4. febrúar og stendur til 26. mars 2020.

Námskeiðið hentar körlum og konum sem vilja öðlast djúpa slökun og hugarró, losa um streitu og spennu í líkamanum, bæta svefn og auka hæfni til að stýra hugsunum og líðan í daglegum störfum.
Jóga Nidra er áhrifamikil leidd hugleiðsla þar sem þátttakendur fara í djúpt slökunar- og kyrrðarástand í vakandi vitund. Í hugleiðslunni læra þátttakendur að fara innávið og vera óháðir áhorfendur að eigin hugsunum og tilfinningum – og öðlast þannig kyrrari huga sem gerir það að verkum að ytra áreiti hefur minni áhrif. Margir segja 45 mínútna Jóga Nidra hugleiðslu jafn endurnærandi og 3ja klst. svefn.

Í daglegu lífi eru hugur og líkami vakandi og athyglin virk. Þá viljum við framkvæma hluti og hugsum stöðugt, enda er það eðli hugans að leita svara og leysa vandamál. Jafnvel þegar við ætlum að læra að hugleiða spyrjum við – „hvernig GERI ég það“. Það dásamlega við Jóga Nidra er að við fáum tækifæri til þess að sleppa tökum á öllu og gera EKKERT, bara að VERA.

Í tímum er byrjað í sitjandi stöðu og við kyrrum hugann í gegnum meðvitaða öndun og tengingu við okkur sjálf. Síðan eru gerðar nokkrar mjúkar teygjur eða jógaæfingar til þess að tengjast líkamanum og líkamsvitund. Sjálf hugleiðslan, sem er stærstur hluti hvers tíma, fer fram í liggjandi stöðu á dýnu á gólfinu, undir teppi, með púða undir höfði. Þeir sem ekki geta legið á gólfi sitja á stól. Allt sem þarf að „gera“ er að fylgja röddinni sem leiðir þig.

Jóga Nidra er aldagömul hugleiðsluaðferð sem hefur rutt sér til rúms í vestrænum samfélögum á síðastliðnum áratug. Hugleiðsla þýðir að þú leiðir hugann en hann ekki þig og hugleiðsluástand verður þegar þú getur aftengt þig hugsunum og tekið eftir þeim í stað þess að trúa þeim. Í djúpri slökun Jóga Nidra losna hormón og taugaboðefni sem virkja heilunar- og endurnýjunarmátt líkamans. Í því ástandi hægist á hugsunum, blóðþrýstingur og kortisól lækkar og líkaminn fer að gera við sjálfan sig.

Ávinningur sem margir upplifa í Jóga Nidra:

 • Djúpslökun og hugarró
 • Betri svefn
 • Aukin færni til að stýra eigin hugsunum – leiða hugann
 • Minni streita og kvíði
 • Betri einbeiting
 • Meiri orka og betri heilsa

Afsláttur af námskeiði númer tvö.
Þeim sem eru í Jóga Nidra en vilja bæta Heilsuklúbbnum, Jóga eða Þjálfun í vatni við á sama tíma er veittur 25% afsláttur af námskeiði númer tvö (stöku námskeiði). Ganga þarf frá afslættinum í móttöku.  

 .

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on print
Print

HEILSUBORG - ALLT ANNAÐ LÍF!

Scroll to Top