JÓGA
ótímabundið – byrjaðu strax. Ath. Nýr tími kl. 17:30 hefst 28. jan

Jóga er ferðalag þar sem öndun, hugur og líkami vinna sem ein heild. Það er kjörin leið til að takast á við streitu í daglega lífinu og efla um leið innri styrk og ró. Komdu í jóga og losaðu þig við streituna. Kenndar eru grunnstöður í jóga, styrktarstöður og teygjur, með ríka áherslu á öndun og líkamsvitund.

Vegna mikillar eftirspurnar bætum við nýjum tíma við frá 28. janúar. Hann er kl. 17.30 á þriðjudögum og fimmtudögum.

SKRÁNING

16.900kr33.800kr

Hreinsa

INNIFALIÐ

  • Æfingar og slökun
  • Öll áhöld á staðnum, dýnur ofl.
  • Aðgangur að vel búnum tækjasal
  • Aðgangur að opnum tímum og þjónustu í tækjasal
  • Aðgangur að tímum í mælingu á líkamsgreiningartæki sem sýnir samsetningu líkamans
  • Heitur pottur og sauna
  • OPNIR TÍMAR OG AÐSTOÐ Í TÆKJASAL
Þriðjudaga og fimmtudagakl. 12:05-12:55
Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17:30-18:20

Í jóga er markmiðið að kyrra hugann og ná góðu andlegu jafnvægi ásamt því að styrkja líkamann og auka liðleika. Jógatímar í Heilsuborg eru fyrir byrjendur og lengra komna því æfingarnar eru lagaðar að þörfum hvers og eins. Við notum jógakubba, strappa, púða og teppi til aðstoðar ef þarf, allur búnaður er á staðnum.

Jóga snýst ekki um lokastöðuna heldur leiðina að henni. Unnið er í mjúku flæði inn og úr jógastöðum og öndun tengd við hreyfingar (vinyasa).

Í upphafi hvers tíma eru gerðar öndunaræfingar ásamt mjúkri upphitun fyrir háls, herðar og hrygg. Gerðar eru jógastöður sem styrkja og liðka. Hver tími inniheldur góða slökun.

Ef þú glímir við stoðkerfisvandamál sem truflar daglegt líf og/eða átt erfitt með að gera hefbundnar jógaæfingar þá bendum við á Stoðkerfislausnir.

Tímarnir eru á þri. og fim. kl. 12:05-12:55 og kl. 17:30-18:20.

Þetta námskeið er ótímabundið og hægt að byrja hvenær sem er*
Í boði eru tveir valkostir.  Annars vegar tveir mánuðir staðgreiddir og hins vegar mánaðarleg áskrift í boðgreiðslu.  Í síðara tilfellinu er upphafsbinditími tveir mánuðir og uppsagnartími einn mánuður. Í reglulegri áskrift er í boði að leggja kortið inn í mánuð samfellt á hverju ári.

*Með fyrirvara um breytingar og lágmarksþátttöku.

Afsláttur af námskeiði númer tvö
Þeim sem eru í Jóga en vilja bæta Heilsuklúbbnum, Jóga Nidra eða Þjálfun í vatni við á sama tíma er veittur 25% afsláttur af námskeiði númer tvö (stöku námskeiði). Ganga þarf frá afslættinum í móttöku.  


Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on print
Print

HEILSUBORG - ALLT ANNAÐ LÍF!

Scroll to Top