JÓGA

Jóga er ferðalag þar sem öndun, hugur og líkami vinna sem ein heild. Það er kjörin leið til að takast á við streitu í daglega lífinu og efla um leið innri styrk og ró.

Komdu í jóga og losaðu þig við streituna. Kenndar eru grunnstöður í jóga, styrktarstöður og teygjur, með ríka áherslu á öndun og líkamsvitund.

KAUPA

16.900kr33.800kr

Hreinsa

Í jóga er markmiðið að kyrra hugann og ná góðu andlegu jafnvægi ásamt því að styrkja líkamann og auka liðleika. Jógatímar í Heilsuborg eru fyrir byrjendur og lengra komna því æfingarnar eru lagaðar að þörfum hvers og eins. Við notum jógakubba, strappa, púða og teppi til aðstoðar ef þarf, allur búnaður er á staðnum.

Jóga snýst ekki um lokastöðuna heldur leiðina að henni. Unnið er í mjúku flæði inn og úr jógastöðum og öndun tengd við hreyfingar (vinyasa).

Í upphafi hvers tíma eru gerðar öndunaræfingar ásamt mjúkri upphitun fyrir háls, herðar og hrygg. Gerðar eru jógastöður sem styrkja og liðka. Hver tími inniheldur góða slökun.

Hægt er að skrá sig á námskeiðið hvenær sem er.

Við mælum með því að þú skráir þig í reglubundna áskrift til að eiga öruggt pláss á námskeiðinu. Binditími er aðeins tveir mánuðir, eftir það er hægt að ljúka áskrift með eins mánaðar fyrirvara. Á hverju 12 mánaða tímabili er hægt að gera hlé í einn samfelldan mánuð.

Fyrirvari er gerður um lágmarksskráningu. Ef lágmarksskráning næst ekki þá fellur námskeið niður eða frestast.

VERÐSKRÁ

Heildarverð 33.800 kr
Greiðslur pr. mán. 16.900 kr

INNIFALIÐ

  • Æfingar og slökun
  • Öll áhöld á staðnum, dýnur ofl.
  • Notaleg aðstaða
  • Aðgangur að „kryddtímum“ Heilsuborgar
  • Aðgangur að vel búnum tækjasal
  • Aðgangur að heitum potti og sauna
Þriðjudaga kl. 12:05-12:55
Fimmtudaga kl. 12:05-12:55
Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on email
Email
Share on print
Print

HEILSUBORG - ALLT ANNAÐ LÍF!

Scroll to Top