KORT Í TÆKJASAL

Tækjasalur Heilsuborgar er vel búinn tækjum og áhöldum til að byggja upp þol og styrk. Tækin eru einstaklega notendavæn og þægileg. Íþróttafræðingar eru til staðar á auglýstum tímum og kenna á tækin og aðstoða þig. Innifalin er mæling á líkamsgreiningartæki sem segir til um samsetningu líkamans, þannig er hægt að fylgjast með árangri. Í tækjasalnum er gott loftrými og þægilegt andrúmsloft því þar er ekki útvarpað tónlist.

SKRÁNING

4.900kr92.900kr

Hreinsa

INNIFALIÐ

  • Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal með fjölbreyttum þol- og styrktartækjum
  • Aðgangur að opnum tímum og þjónustu í tækjasal
  • Stuðningur íþróttafræðinga á auglýstum tímum
  • Aðgangur að opnum mælingartímum í líkamsgreiningartæki
  • Sérstakur teygjusalur
  • Ótakmarkaður aðgangur að heitum potti og sauna
  • OPNIR TÍMAR OG AÐSTOÐ Í TÆKJASAL

VERÐSKRÁ

KortStaðgreiðslaÁskrift pr. mán.
Vikupassi4.900 kr
10 tíma klippikort14.900 kr
1 mánuður14.900 kr
3 mánuðir33.900 kr11.300 kr
6 mánuðir52.900 kr8.817 kr
12 mánuðir staðgreitt92.900 kr7.900 kr.

Við leggjum metnað í að bjóða viðskiptavinum afar fjölbreytt úrval tækja til að byggja upp styrk og þol. Tækin í Heilsuborg nýtast bæði byrjendum og lengra komnum. Í tækjasalnum eru öll hefðbundin tæki fyrir styrktar- og þolþjálfun. Að auki bjóðum við svokallaðan Kinesis vegg, þar er hægt að vinna með samhæfingu, jafnvægi, styrk og öndun. Slíkar æfingar stuðla að bættri líkamsstöðu og veggurinn er mikið notaður í endurhæfingu.

Easyline hringurinn er klasi 10 tækja sem þar sem tekið er á öllum helstu vöðvahópum líkamans.
Tækjunum er stýrt með loftmótstöðu og þau þarf ekki að stilla. Unnið er í 55 sek. í hverju tæki og tekur 10 mínútur að fara hringinn. Hvort sem þú vilt kröftuga æfingu eða taka því rólegra er Easyline hringurinn góður kostur í styrktar- og þolþjálfun.

Fylgstu með árangrinum
Þú getur fylgst með eigin árangri með því að nýta þér opna tíma hjá íþrótta- og hjúkrunarfræðingum Heilsuborgar í mælingar á líkamsgreiningartæki. Þar er samsetning líkamans mæld og grunnefnaskiptin reiknuð út. Þú færð að sjálfsögðu útskýringar á helstu niðurstöðum, við mælum með að þú haldir þeim til haga svo þú getir fylgst með árangrinum. Það er t.d. góð hugmynd að smella mynd af mælingablaðinu.
Ef þú vilt persónulegri ráðgjöf varðandi mælinguna og ítarlegri ráðgjöf tengda mataræði og áhrifaþáttum góðrar heilsu þá mælum við með Heilsumati hjá hjúkrunarfræðingi.

Íþróttafræðingar til aðstoðar í tækjasal
Það er okkur mikið kappsmál að viðskiptavinir Heilsuborgar kunni á tækjasalinn og geti nýtt sér frábært úrval tækja þar. Þess vegna höfum við stóraukið viðveru íþróttafræðinga í salnum, sem kenna á tækin, aðstoða viðskiptavini við að gera æfingar rétt og svara almennum spurningum um hreysti og heilbrigði. Íþróttafræðingar eru til staðar til á auglýstum tímum í stundaskrá.
Ef þú vilt fá meiri stuðning frá íþróttafræðingum Heilsuborgar bjóðum við upp á Hreyfimat, Startpakkann, Markvissa hreyfingu eða Einkaþjálfun.

Opnir tímar
Opnir tímar eru fjölbreyttir hóptímar, hugsaðir til að auka ánægju viðskiptavina. Þeir eru auglýstir mánaðarlega undir stundaskrár.

12 mánaða áskrift að líkamsræktarkorti á kr. 7.900 á mánuði, felur í sér 12 mánaða bindingu, eftir
það er eins mánaðar uppsagnarfrestur. Ellilífeyrisþegar og öryrkjar fá 10% afslátt.

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on print
Print

HEILSUBORG - ALLT ANNAÐ LÍF!

Scroll to Top