FLJÓTLEGUR KVÖLDMATUR. GRÆNMETI.

Fljótlegur kvöldmatur – borðum meira grænmeti er námskeið þar sem grænmetisréttir eru nýttir sem undirstaða fjölbreytts kvöldverðar. Einnig verður áhersla lögð á að gera litríkt og gómsætt meðlæti úr grænmeti sem hentar jafnt með grænmetisréttum og fisk- og kjötréttum.

Námskeið Heilsumömmunnar henta þeim sem vilja bæta mataræðið í daglegu lífi og vilja fá nýjar hugmyndir að hollum mat. Námskeiðið hentar bæði þeim sem eru að stíga fyrstu skrefin í bættum lífsstíl og líka þeim sem lengra eru komnir.

SKRÁNING

11.300kr22.560kr

Hreinsa
Miðvikudag 12. febrúarkl. 17:30-20:30
Miðvikudag 22. aprílkl. 17:30-20:30

Vilt þú borða þig til betri heilsu?
Viltu auka fjölbreytni í kvöldmatnum og læra að elda gómsæta grænmetisrétti? Heilsumamman hefur um árabil staðið fyrir vinsælum matreiðslunámskeiðum þar sem hollustan er í fyrirrúmi. 

Við notumst við hrein og litrík hráefni og fjölbreytt krydd sem kæta bragðlaukana. Notalegt andrúmsloft þar sem þátttakendur taka virkan þátt.

Á námskeiðinu eldum við eftirfarandi: 
  • Austurlenskar kínóabollur með masala sósu
  • Kryddmauk sem einfaldar eldamennskuna
  • Bragðgóður linsubaunapottréttur
  • Svartbaunaborgarar með hnetusósu og marineruðum rauðlauk
  • Kínóa og litríkt meðlæti

Hámarksfjöldi er 20 manns og unnið er á stöðvum. Allir þátttakendur spreyta sig á að elda réttina sem eru teknir fyrir á hverju námskeiði. Námskeiðin fara fram í eldhúsi Heilsuborgar og hvert námskeið er aðeins ein kvöldstund. Í lok námskeiðs borða þátttakendur saman matinn sem þeir elduðu.

Börn á aldrinum 10-18 ára eru velkomin með fullorðnum og greiða hluta námskeiðisgjaldsins.

Athugið að mörg stéttafélög endurgreiða félagsmönnum sínum allt að 50% af námskeiðum Heilsumömmunnar. 

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on print
Print

HEILSUBORG - ALLT ANNAÐ LÍF!

Scroll to Top