LÆRÐU AÐ STJÓRNA BLÓÐSYKRINUM OG LÉTTAST

Viltu vita hvernig líkaminn virkar og bregst við því hvað við borðum? Viltu læra að stjórna blóðsykrinum og draga úr insúlínviðnámi?

SKRÁNING

19.900kr39.800kr

Hreinsa

INNIFALIÐ

  • Sex fræðslutímar hjúkrunarfræðinga, næringarfræðinga og læknis
  • Sýnikennsla í matreiðslu og smakk (ath lengra en venjulega: kl. 16:30 – 18:00)
  • Uppskriftir frá hjúkrunar- og næringarfræðingum Heilsuborgar
  • Matseðill frá hjúkrunar- og næringarfræðingum Heilsuborgar
  • Aðgangur að tíma í mælingu á líkamsgreiningartæki sem sýnir samsetningu líkamans –  í upphafi og lok námskeiðs
  • Lokaður Facebook hópur fyrir fróðleik, umræður og hvatningu
Fimmtudagakl. 16:30-17:45

Á þessu átta vikna námskeiði kennir fagfólk Heilsuborgar hvernig hægt er að nota mataræði til að bæta heilsuna og láta sér líða betur. Námskeiðið er sérsniðið fyrir þá sem vilja léttast á heilbrigðan hátt, og/eða eru  komnir með forstig sykursýki eða sykursýki 2.

Hér getur þú lært um hollan mat og góðar matarvenjur. Markmiðið er að þú finnir þína leið til að koma starfsemi líkamans í jafnvægi, fá nauðsynleg næringarefni og dreifa orkunni skynsamlega. Við leggjum áherslu á lítið unninn, fjölbreyttan mat, sem einfalt er að matbúa. Ekki síst hugum við að því að njóta matarins og bera virðingu fyrir okkur eins og við erum.

Á námskeiðinu er m.a. sýnikennsla í matreiðslu, matseðill og uppskriftir að hollum og gómsætum réttum. Þannig færðu þekkingu og verkfæri til að koma efnaskiptum líkamans og þar með heilsunni í betri farveg.

Ef þú ert komin(n) með nóg af kúrum og skyndilausnum og vilt lausn sem virkar er þetta námskeiðið fyrir þig.

Námskeiðið hefst 5. september og lýkur 24. október.

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on print
Print

HEILSUBORG - ALLT ANNAÐ LÍF!

Scroll to Top