LEIKFIMI 60 +

Vilt þú bæta heilsuna og ná betra jafnvægi? Vilt þú auka styrk, hreyfigetu og úthald við dagleg störf?
Ef þú ert 60 ára eða eldri, vilt gera einfaldar æfingar og fá aðhald og stuðning þá er þetta námskeiðið fyrir þig.

KAUPA

12.300kr24.600kr

Hreinsa

Rannsóknir hafa gefið til kynna að styrktarþjálfun er sérstaklega góð leið til að viðhalda og bæta vöðvastyrk og beinþéttni.

Athugið að fleiri en eitt námskeið er í boði – veldu tímann sem hentar þér!

Hægt er að skrá sig á námskeiðið hvenær sem er.

Við mælum með því að þú skráir þig í reglubundna áskrift til að eiga öruggt pláss á námskeiðinu. Binditími er aðeins tveir mánuðir, eftir það er hægt að ljúka áskrift með eins mánaðar fyrirvara. Á hverju 12 mánaða tímabili er hægt að gera hlé í einn samfelldan mánuð.

Leikfimi 60+ er kennd í mismunandi álagsstigum I, II og III.

Álagsstig III – mikið
Álagsstig II – meðal
Álagsstig I – minna

Allir ættu að geta fengið æfingar og fundið leiðir við sitt hæfi á fjölbreyttan og skemmtilegan hátt.

Álagsstig III.
Fyrir fólk sem vill og hefur getu fyrir háa ákefð við æfingar. Getur notast við palla og þyngri lóð og getur með auðveldum máta gert æfingar á dýnu.

Álagsstig II.
Fyrir fólk sem vill fá góða hreyfingu og ná upp ákefð án þess að fara í hopp og skopp. Takmörkuð pallanotkun, notast er við þyngri lóð og hugsað fyrir fólk sem þarf sérstaklega að passa uppá hné, mjaðmir og axlir.

Álagsstig I.
Fyrir fólk sem vill fá góða hreyfingu án mikils hraða en ná samt upp ákefð á annan hátt. Hentugt fyrir þá sem eru komnir með græna ljósið frá sjúkraþjálfara eftir aðgerðir eða meðferð. Fyrir þá sem þurfa sérstaklega að efla jafnvægi, liðleika og stöðugleika. Notast er við stuðning af stól í allskonar útfærslum í mörgum æfingum og ekki er notast við æfingar á dýnu. 

Mikilvægt er að stunda fjölbreytta hreyfingu til að auðvelda athafnir daglegs lífs og bæta lífsgæði á eldri árum.

Hægt er að skrá sig á námskeiðið hvenær sem er.

Við mælum með því að þú skráir þig í reglubundna áskrift til að eiga öruggt pláss á námskeiðinu. Binditími er aðeins tveir mánuðir, eftir það er hægt að ljúka áskrift með eins mánaðar fyrirvara. Á hverju 12 mánaða tímabili er hægt að gera hlé í einn samfelldan mánuð.

Fyrirvari er gerður um lágmarksskráningu. Ef lágmarksskráning næst ekki þá fellur námskeið niður eða frestast.

VERÐSKRÁ

Heildarverð 24.600 kr
Greiðslur pr. mánuð 12.300 kr

INNIFALIÐ

  • Þjálfun tvisvar í viku
  • Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal
  • Ótakmarkaður aðgangur að heitum potti og sauna
  • Aðgangur að opnum tímum og opnum fyrirlestrum í Heilsuborg
  • Opinn tími á föstudögum kl. 11:00 fyrir Heilsuborgara, 60 ára og eldri
Álag II og III
Elva Björk/Dísa 
Mánudaga og miðvikudaga kl. 11:00-11:55
Álag II og III
Guðni/Dísa 
Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 10:00-10:55
Álag I
Sara 
Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13:00-13:55
Álag III
Elva Björk 
Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 06:10-07:05
Guðlaug/Sara 
Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 14:00-14:55
Álag II og III
Guðrún Erla/Valdimar/Dagbjört 
Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 16:30-17:25
Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on email
Email
Share on print
Print

HEILSUBORG - ALLT ANNAÐ LÍF!

Scroll to Top