LEIKFIMI 60 +
ótímabundið – byrjaðu strax

Vilt þú bæta heilsuna og ná betra jafnvægi? Vilt þú auka styrk, hreyfigetu og úthald við dagleg störf?
Ef þú ert 60 ára eða eldri, vilt gera einfaldar æfingar og fá aðhald og stuðning þá er þetta námskeiðið fyrir þig.

SKRÁNING

12.300kr24.600kr

Hreinsa

INNIFALIÐ

  • Þjálfun tvisvar í viku
  • Heitt kaffi á könnunni
  • Aðgangur að opnum tímum og þjónustu í tækjasal
  • Aðgangur að vel búnum tækjasal
  • Aðgangur að tímum í mælingu á líkamsgreiningartæki sem sýnir samsetningu líkamans
  • Heitur pottur og sauna
  • Opinn tími á föstudögum kl. 11:00 fyrir Heilsuborgara, 60 ára og eldri
  • OPNIR TÍMAR OG AÐSTOÐ Í TÆKJASAL
Álag II
Guðni 
Mánudagar og miðvikudgar kl. 10:00
Elva Björk 
Mánudagar og miðvikudgar kl. 11:00
Guðrún Erla
Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 16:30
Álag III
Elva Björk 
Mánudagar og miðvikudgar kl. 10:00
Dísa 
Mánudagar og miðvikudgar kl. 11:00
Dísa
Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 10:00
Guðlaug/Sara
Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 14:00
Valdimar/Dagbjört
Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 16:30

Rannsóknir hafa gefið til kynna að styrktarþjálfun er sérstaklega góð leið til að viðhalda og bæta vöðvastyrk og beinþéttni. Mikilvægt er að stunda fjölbreytta hreyfingu til að auðvelda athafnir daglegs lífs og bæta lífsgæðin. 

Leikfimi 60+ er kennd í álagsstigum II og III.

Álagsstig III – mikið
Álagsstig II – meðal

Allir ættu að geta fengið æfingar og fundið leiðir við sitt hæfi á fjölbreyttan og skemmtilegan hátt.

Álagsstig III.
Fyrir fólk sem vill og hefur getu fyrir háa ákefð við æfingar. Getur notast við palla og þyngri lóð og getur með auðveldum máta gert æfingar á dýnu.

Álagsstig II.
Fyrir fólk sem vill fá góða hreyfingu og ná upp ákefð án þess að fara í hopp og skopp. Takmörkuð pallanotkun, notast er við þyngri lóð og hugsað fyrir fólk sem þarf sérstaklega að passa uppá hné, mjaðmir og axlir.

Þetta námskeið er ótímabundið og hægt að byrja hvenær sem er*.   

Í boði eru tveir valkostir.  Annars vegar tveir mánuðir staðgreiddir og hins vegar mánaðarleg áskrift í boðgreiðslu.  Í síðara tilfellinu er upphafsbinditími tveir mánuðir og uppsagnartími einn mánuður. Í reglulegri áskrift er í boði að leggja kortið inn í mánuð samfellt á hverju ári.

*Með fyrirvara um breytingar og lágmarksþátttöku.

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on print
Print

HEILSUBORG - ALLT ANNAÐ LÍF!

Scroll to Top