LÉTTARA LÍF. ÞJÁLFUN FYRIR KONUR OG KARLA MEÐ OFFITU

Ef þú ert í mikilli ofþyngd eða offitu er þetta þjálfunin fyrir þig. Hér lærir þú að nýta þína styrkleika og jafnframt að vinna með það sem þarf til að byggja upp betri heilsu.

Þjálfunin hjálpar þér að læra á sjálfa(n) þig og gera hreyfingu að daglegum vana. Það getur verið erfitt að stíga fyrstu skrefin en hér færð þú aðstoð fagfólks Heilsuborgar til að byrja – á þínum forsendum. Reyndir íþróttafræðingar Heilsuborgar velja æfingar við hæfi, stýra álaginu og fylgja þér eftir. Þjálfað er í litlum lokuðum hópum (8-10 manns).

SKRÁNING

24.950kr49.900kr

Hreinsa

INNIFALIÐ

 • 8 vikur x tveir tímar á viku undir leiðsögn íþróttafræðinga Heilsuborgar
 • Upphafs- og lokaviðtal við íþróttafræðing – stöðumat
 • Mat á hreyfifærni og þoli (í upphafsviðtali)
 • Mæling á líkamsgreiningartæki sem sýnir samsetningu líkamans
 • Sérsniðin þjálfunaráætlun fyrir tækjasal
 • Aðgangur að vel búnum tækjasal þar sem fagaðilar Heilsuborgar eru til ráðgjafar
 • Aðgangur að heitum potti og sauna
 • Aðgangur að opnum tímum og þjónustu í tækjasal
Mánudagar og miðvikudagar kl. 18:30 19:20
Námskeið 2. mars er á mánudögum og miðvikudögum kl. 17:30 18:20

Markmið þjálfunarinnar;

 • Vandaður stuðningur við karla og konur sem eru í mikilli ofþyngd og offitu svo þau geti stundað örugga og markvissa hreyfingu
 • Að þjálfa upp styrk, úthald, liðleika og jafnvægi
 • Aukin hreyfigeta
 • Jákvæðari líkamsvitund
 • Virðing fyrir eigin líkama
 • Minni stoðkerfisverkir
 • Daglegar athafnir verði auðveldari

Þjálfunin er sniðin fyrir þá sem hafa ekki fundið hreyfingu við hæfi eða hafa jafnvel fundið fyrir vanlíðan í hefðbundinni líkamsrækt. Þú færð aðstoð við að setja þér raunhæf markmið og hvatningu til að stunda reglubundna hreyfingu. Áhersla er lögð á æfingar sem stuðla að aukinni hreyfifærni, líkamsvitund og sem rólega byggja upp þol og styrk. Hopp og hlaup eru ekki hluti af námskeiðinu og gætt verður að álagi á hné, bak og axlir.

Einstaklingsviðtal við íþróttafræðing í upphafi gefur færi á að sníða hreyfinguna að þínum þörfum og hjálpar til við að setja raunhæf markmið fyrir komandi vikur. Í öðru viðtali í lok námskeiðs farið þið saman yfir árangurinn og næstu skref.

Íþróttafræðingar Heilsuborgar veita þér uppbyggilega hvatningu til að koma á reglulegri hreyfingu, svo þú getir upplifað öll þau jákvæðu áhrif sem hún hefur á líkama og sál.

Léttara líf er nýtt námskeið í Heilsuborg. 

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on print
Print

HEILSUBORG - ALLT ANNAÐ LÍF!

Scroll to Top