MARKVISS HREYFING

Viltu æfa sjálfstætt en fá aðhald, eftirfylgni og ráðgjöf frá íþróttafræðingi? Viltu sjá svart á hvítu hvernig þér miðar áfram?

SKRÁNING

23.300kr69.900kr

Hreinsa

INNIFALIÐ

 • Viðtal við íþróttafræðing (30 mín)
  • Mæling á líkamsgreiningartæki
  • Þjálfunaráætlun skilgreind
  • Markmiðasetning
 • Viðtal við íþróttafræðing (60 mín)
  • Þjálfunaráætlun sett upp og kennd í upphafi
 • Viðtal við íþróttafræðing (15 mín) í hverri viku.
  • Haldið utan um mætingu
  • Æfingaráætlun skoðuð, bætt og breytt eftir þörfum
  • Markmið rædd og staðan tekin
 • 12 vikna tímabil – þriggja mánaða kort í Heilsuborg
 • Aðgangur að vel búnum tækjasal 
 • Aðgangur að opnum tímum og þjónustu í tækjasal
 • Aðgangur að tímum í mælingu á líkamsgreiningartæki sem sýnir samsetningu líkamans
 • Heitur pottur og sauna
 • OPNIR TÍMAR OG AÐSTOÐ Í TÆKJASAL

Hér er þriggja mánaða námskeið sem veitir þeim stuðning sem vilja æfa á eigin vegum. Þú hittir þinn íþróttafræðing reglulega (15 mínútur vikulega) á þeim tíma sem þið ákveðið og farið yfir hvernig gengur.

Í upphafi:
Viðtal og mæling (30 mín) hjá íþróttafræðingi, sem mælir líkamssamsetningu þína með líkamsgreiningartæki og setur upp þjálfunaráætlun sem hentar þér. Í annað skiptið er klukkutíma viðtal þar sem færð kennslu hjá íþróttafræðingi á æfingar og aðstoð við markmiðasetningu.

Tímapöntunum eða afbókun einstakra tíma skal beina til móttöku Heilsuborgar.

Tækjasalur Heilsuborgar er vel búinn tækjum og áhöldum til að byggja upp þol og styrk. Tækin eru einstaklega notendavæn og þægileg. Íþróttafræðingar eru til staðar á auglýstum tímum og kenna á tækin og aðstoða þig. Innifalin er mæling á líkamsgreiningartæki sem segir til um samsetningu líkamans, þannig er hægt að fylgjast með árangri. Í tækjasalnum er gott loftrými og þægilegt andrúmsloft því þar er ekki útvarpað tónlist.

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on print
Print

HEILSUBORG - ALLT ANNAÐ LÍF!

Scroll to Top