MARKVISST MATARÆÐI

Vilt þú bæta þínar matarvenjur, borða reglulega og borða hollari og betri mat? Hér er þjónusta fyrir þá sem kjósa persónulegan og markvissan stuðning við lífsstílsbreytingar og þyngdarstjórnun.*

SKRÁNING

23.300kr69.900kr

Hreinsa

INNIFALIÐ

  • Heilsumat hjúkrunarfræðings: M.a. mæling á samsetningu líkamans og grunnefnaskiptum
  • Ráðgjöf um næringarþörf og hvernig best er að dreifa fæðunni yfir daginn
  • Regluleg viðtöl (7 x 30 mínútur)
  • Ráðgjöf og stuðningur

Staðan metin
Í upphafi er staða þín greind með Heilsumati.
Í Heilsumatinu er sérstakt líkamsgreiningartæki notað til að mæla samsetningu líkamans. Tækið mælir einnig grunnefnaskiptin – og í kjölfarið er veitt ráðgjöf um hvaða orkumagn hentar og hvernig er æskilegt að dreifa orkunni yfir daginn til að líkaminn starfi í jafnvægi. Skilgreind er áætlun sem tekur mið af þinni stöðu og þínum markmiðum.

Ráðgjöf
Veitt er vönduð ráðgjöf um næringu og æskilegt neyslumynstur. Hvaða þættir hafa áhrif á matarval? Fólk er ólíkt, farið er yfir helstu áskoranir tengdar þínu mataræði og unnið út frá því með því að finna leiðir til að auka hollustuna í hæfilegum skrefum.

Ráðgjöfin heldur svo áfram með reglulegum einstaklingsviðtölum og mælingum í þrjá mánuði til að innleiða þær breytingar sem lagt er upp með. Þar veita hjúkrunarfræðingar Heilsuborgar stuðning og gefa góðar leiðbeiningar.

Algengast er að fyrstu þrjú viðtöl eftir heilsumatið séu með viku millibili. Síðan lengist tími milli viðtala, fyrst eru tvær vikur og síðan þrjár milli viðtala. Þannig er veittur mikill stuðningur á meðan helstu breytingar eru gerðar en lengra á milli viðtala þegar breytingarnar eru festar í sessi.

Þessa þjónustu er hægt að taka sem fjarnám.

*Ef þú glímir við sjúkdóma sem tengjast næringu eða þarft sérhæfða næringarráðgjöf þá eru næringarfræðingar okkar tilbúnir að aðstoða þig.

Vinsamlegast athugið að hjúkrunarfræðingar sinna einungis fullorðnum einstaklingum. Forráðamönnum barna og unglinga er bent á að panta tíma hjá næringarfræðingi í móttöku Heilsuborgar.

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on print
Print

HEILSUBORG - ALLT ANNAÐ LÍF!

Scroll to Top