NÆRINGARRÍKT NAMMI

Það er alger snilld að geta búið til nammi sem er næringarríkt, sykurlítið eða sykurlaust og ruglar þar af leiðandi ekkert í blóðsykrinum. Nammi sem gefur okkur orku og kraft í amstri dagsins.

SKRÁNING

8.900kr15.900kr

Hreinsa

INNIFALIÐ

  • Hressing við komu svo enginn byrji svangur
  • Smakk af öllu sem við gerum
  • Það fara allir með nammipoka með sér heim
  • Rafbókin „Sætindi – sem næra, hressa og bæta“ fylgir með
Miðvikudagur 4. des kl. 17:30–20:30
Miðvikudagur 11. des kl. 17:30–20:30

Við búum til allskonar nammi fyrir hin ýmsu tækifæri. Súperhollt og líka aðeins minna hollt. Nammi sem má fá sér í morgunmat en líka spari nammi.

Öll námskeiðin eru þannig að við höfum stöðvar og allir fá að gera sjálfir eða vinna í 4-5 manna hópum því það munar mikIð að læra þannig heldur en að horfa á sýnikennslu.

Börn á aldrinum 10-16 ára eru velkomin í fylgd með fullorðnum þó max 2 börn pr. fullorðinn. Sjá verðskrá.
Athugið að mörg stéttafélög styrkja félagsmenn um allt að helming námskeiðisgjaldsins.

Það sem er á matseðlinum er til dæmis:

  • marsípan konfekt,
  • karamellunammi,
  • heimagert súkkulaði,
  • súkkulaðikúlur,
  • lakkrískúlur,
  • Snickers karamellu kaka og ýmslslegt fleira.

Aðallega lærið þið samt aðferðirnar og fáið verkfærin til að fara heim og leika ykkur að útfæra ykkar eigið heilsunammi.

Allt sem búið er til á námskeiðinu er mjólkurlaust og glúteinlaust.

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on print
Print

HEILSUBORG - ALLT ANNAÐ LÍF!

Scroll to Top