ORKULAUSNIR

Ef þú glímir við vefjagigt, orkuleysi, verki eða svefnleysi eru Orkulausnir námskeiðið fyrir þig.

SKRÁNING

17.749kr42.948kr

Hreinsa
Næsta námskeiðStaða námskeiðsTímasetningar
Grunnur 11. febrúar – 2. aprílLaus plásskl. 10:00 – 10:55 þriðjudaga og fimmtudaga
Grunnur 10. mars – 7. maí (9 vikur vegna páska)Laus plásskl. 11:00 – 11:55 þriðjudaga og fimmtudaga
Framhald 10. mars – 7. maí (9 vikur vegna páska)Laus plásskl. 11:00 – 11:55 þriðjudaga og fimmtudaga
Grunnur 14. apríl – 11. júní (9 vikur vegna páska)Laus plásskl. 10:00 – 10:55 þriðjudaga og fimmtudaga

INNIFALIÐ

  • Þjálfun undir leiðsögn sjúkraþjálfara í 8 vikur, tvisvar í viku
  • Kennsla í réttri líkamsstöðu og líkamsbeitingu
  • Einstaklingsviðtal við sjúkraþjálfara
  • Leidd slökun í 20 mín í lok þjálfunartíma einu sinni í viku
  • Fræðslufundir um efni sem nýtist þátttakendum
  • Aðgangur að vel búnum tækjasal 
  • Aðgangur að opnum tímum og þjónustu í tækjasal
  • Aðgangur að tímum í mælingu á líkamsgreiningartæki sem sýnir samsetningu líkamans
  • Heitur pottur og sauna
  • OPNIR TÍMAR OG AÐSTOÐ Í TÆKJASAL
Grunnnámskeið. 
Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 11:00-11:55
Þriðjudaga og fimmtudagakl. 14:00 - 14:55
Framhaldsnámskeið. 
Þriðjudaga og fimmtudagakl. 11:00 - 11:55

Orkulausnir er 8 vikna námskeið sem hentar einstaklingum sem glíma við orkuleysi, þrekleysi, verki eða svefnvanda. Einnig þeim sem glíma við vefjagigt eða þeim sem vilja komast af stað í þjálfun eftir veikindi af ýmsum toga.

Unnið er með hugsun, hegðun, hreyfingu og líðan. Námskeiðið miðar að því að innleiða jafnvægi í daglegt líf, vinna með streituþætti og lágmarka þá. Orkulausnir eru góð leið fyrir þá sem vilja vinna með sitt innra og ytra jafnvægi ásamt því að koma á reglulegri hreyfingu.

Í upphafi fara þátttakendur í einstaklingsviðtal við sjúkraþjálfara. Þar er farið yfir sögu hvers og eins, áherslur í þjálfuninni og hvernig nauðsynlegt er að virða eigin mörk. Hugað er að almennu heilsufari og skoðað hvort einhverjar hindranir hamli því að hægt sé að stunda hreyfingu. Sjúkraþjálfarinn leiðbeinir um hreyfingu sem tekur mið af getu og ástandi hvers þátttakanda.

Námskeiðið er 8 vikur og kennt er tvisvar í viku. Hefst á 4 vikna fresti ýmist kl.11 eða kl.14 á víxl.  Hægt er að skrá sig á framhaldsnámskeið að loknu grunnnámskeiði.

Fagleg leiðsögn í Orkulausnum skipti höfuðmáli fyrir Aðalbjörgu Írisi, sem glímdi við kulnun en er nú tilbúin að taka næstu skref. Lestu sögu hennar.
Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on print
Print

HEILSUBORG - ALLT ANNAÐ LÍF!

Scroll to Top