STOÐKERFISLAUSNIR

Stoðkerfislausnir henta þeim sem kenna sér meins í stoðkerfi, hvort sem álag, sjúkdómar eða slys hafa valdið ójafnvægi.

KAUPA

17.150kr49.000kr

Hreinsa

Lögð er áhersla á rétta líkamsbeitingu og jafnvægi í stoðkerfinu. Með þeim hætti er hægt að styrkjast og halda verkjum í lágmarki. Markmiðið er að þú lærir á sjálfan þig, hvar þín mörk liggja, hvað þú þarft að leggja áherslu á og hvað þarf að varast.

Í boði eru tvö grunnnámskeið, annars vegar x3 í viku og hins vegar x2 í viku.

Framhaldsnámskeið (kennt tvisvar í viku eða þrisvar í viku) býðst þeim sem hafa lokið grunnnámskeiði.

Næstu námskeið hefjast 2. og 3. september.  

VERÐSKRÁ

Grunnur 3 x í viku
Heildarverð. 49.000 kr
Greiðslur pr. mán. 24.500 kr
Grunnur 2 x í viku
Heildarverð. 41.500 kr
Greiðslur pr. mán. 20.750 kr
Framhald 2 x í viku
Heildarverð. 34.300 kr
Greiðslur pr. mán. 17.150 kr
Framhald 3 x í viku
Heildarverð. 39.000 kr
Greiðslur pr. mán. 19.500 kr

INNIFALIÐ

  • 8 vikur, 2 – 3x í viku
  • Upphafsviðtal við sjúkraþjálfara* (30 mín.), aðeins í grunnnámskeiði
  • Þjálfun undir handleiðslu sjúkraþjálfara eða nema í sjúkraþjálfun
  • Kennsla í réttri líkamsstöðu og líkamsbeitingu
  • Mat og ráðgjöf sjúkraþjálfara* í upphafi námskeiðs
  • Fræðslufundir um efni sem nýtast þátttakendum
  • Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal
  • Aðgangur að opnum tímum og opnum fyrirlestrum í Heilsuborg
Grunnur - 3 x í viku
Mán./Mið./Föst kl. 15:00-15:55
Grunnur eða framhald - 2 x í viku
Þrið./Fimmtud kl. 17:30-18:25
Framhald - 3 x í viku
Mán./Mið./Föstud. kl. 15:00-15:55
Jóhanna Sandra Pálsdóttir glímir við langvarandi eftirköst bílslyss. Hún mælir 100% með Stoðkerfislausnum og hefði viljað koma fyrr. Lestu sögu hennar.
Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on email
Email
Share on print
Print

HEILSUBORG - ALLT ANNAÐ LÍF!

Scroll to Top