STREITUMÓTTAKAN, VILTU RÁÐGJÖF?

Hér eru fyrstu skrefin fyrir þá sem vilja vinna bug á streitunni en eru ekki vissir um hvaða leið hentar þeim best.

KAUPA

16.000kr

Streitumóttaka Heilsuborgar er þjónusta sem er sérsniðin fyrir þá sem vilja vinna með eigin streitu en eru óvissir með hvar sé best að byrja og hvaða leið gæti hentað. Í Streitumóttöku Heilsuborgar færðu viðtal hjá sálfræðingi sem leggur mat á vandann og gefur ráð um hvaða leið gæti hentað þér.

Ástæður og einkenni streitu geta verið margvísleg. Eðlilegt er að fólk sem glímir við streitu eigi í erfiðleikum með að átta sig á umfangi og alvarleika streitueinkennanna, sem og þeim möguleikum sem bjóðast til að vinna á þeim. Streitumóttaka Heilsuborgar er þjónusta sem er opin öllum þeim sem vilja vinna með streituna sína en eru óvissir með hvar sé best að byrja og hvaða leið gæti hentað.

Í Streitumóttöku Heilsuborgar býðst 50 mínútna viðtal hjá sálfræðingi sem fer yfir sögu vandans með það að markmiði að finna ástæðu streitueinkenna og leggja mat á vandann. Í framhaldinu er sett upp aðgerðaáætlun eða mælt með þeirri þjónustu sem líklegust er til að henta, t.d. einstaklingsviðtöl, sérhæfð streitunámskeið, viðtal við aðra fagðila eða aðrar leiðir.

VERÐSKRÁ


Heildarverð 16.000 kr

INNIFALIÐ

  • Viðtal við sálfræðing Heilsuborgar, 50 mín.
  • Mat á streitueinkennum.
  • Aðgerðaáætlun, ráð um heppileg skref.
Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on email
Email
Share on print
Print

HEILSUBORG - ALLT ANNAÐ LÍF!

Scroll to Top