Örnámskeið - Fyrstu skrefin í líkamsrækt- Innifalið er vikukort í Heilsuborg

Hvernig get ég gert hreyfingu að rútínu í lífi mínu? Hvað þarf ég að hreyfa mig mikið? Með hvaða hætti er hægt að koma sér af stað eftir áföll? Hvaða áhrif hefur hreyfing á líkamlega og andlega líðan? Hvað gerist í líkamanum og huganum þegar við hreyfum okkur? Hver er ávinningurinn af hreyfingu fyrir heilsuna, samfélagið og umhverfið?
Innifalið er vikukort í Heilsuborg sem gildir í tækjasal og í kryddtíma. Námskeiðið er miðvikudaginn 18. september kl. 17.30

KAUPA

1.900kr

Lars íþróttafræðingur og Gulla hjúkrunarfræðingur ætla að fjalla um þessar spurningar og skapa skemmtilegar umræður á splunkunýju örnámskeiði. Það kann að koma á óvart að fólk þarf alls ekki að hreyfa sig jafn mikið og það heldur til að bæta heilsuna umtalsvert. Hins vegar skiptir máli hvernig og á hvaða forsendum það er gert fyrir hvern og einn. Hver einstaklingur ber ábyrgð á eigin heilsu og það er aldrei of seint að byrja.

Tryggðu þér sæti með því að kaupa örnámskeiðið hér á heimasíðunni. Innifalið er vikukort í líkamsrækt. Gildir í tækjsal, auglýsta tíma í líkamsgreiningartæki, stuðning þjálfara í tækjsal á auglýstum tímum og kryddtíma. 

STAÐUR OG STUND:
Heilsuborg, Bíldshöfða 9.

Miðvikudaginn 18. september, kl. 17.30 – 19.00

Scroll to Top