ÞJÁLFUN Í VATNI
ótímabundið – byrjaðu strax

Vilt þú efla þol og styrk í heitu og léttu umhverfi?
Þjálfun í vatni hentar þeim sem vilja þjálfa upp styrk og úthald án þess að setja mikið álag á stoðkerfið. Hér er frábær leið fyrir fólk á öllum aldri til að koma sér í gott form og viðhalda því.

Athugið að þjálfunin fer fram í Mörkinni, Suðurlandsbraut 58-62.

SKRÁNING

16.900kr33.800kr

Hreinsa

INNIFALIÐ

  • Þjálfun og leiðsögn tvisvar í viku í 8 vikur (Mörkinni)
  • Aðgangur að vel búnum tækjasal 
  • Aðgangur að opnum tímum og þjónustu í tækjasal
  • Aðgangur að tímum í mælingu á líkamsgreiningartæki sem sýnir samsetningu líkamans
  • Heitur pottur og sauna (Heilsuborg)
  • OPNIR TÍMAR OG AÐSTOÐ Í TÆKJASAL
Mánudaga og miðvikudaga/Anna Margrétkl. 11:00–11:40
Mánudaga og miðvikudaga/Anna MargrétUPPSELT kl. 11:45–12:25
Mánudaga og miðvikudaga/Sigrún J. og Sarakl. 12:30–13:10
Mánudaga og miðvikudaga/Sandrakl. 18:15–18:55
Mánudaga og miðvikudaga/Sandrakl. 19:00–19:40

Í vatninu verður líkaminn léttari og hægt að gera allskonar æfingar sem eru erfiðari á landi. Þegar þjálfað er í vatni fæst viðnám sem ýtir verulega undir þjálfun þeirra vöðva sem halda okkur stöðugum, þ.e. vöðvanna sem halda okkur uppi. Þegar æfingar eru gerðar í vatni veitir það líkamanum mótstöðu og þannig er hægt að öðlast aukinn styrk og þol á einfaldan og þægilegan hátt. Vatnið umvefur líkamann, dregur úr höggum þegar æfingar eru gerðar og minnkar þannig líkur á meiðslum.

Þjálfun í vatni er góð leið til að auka liðleika og samhæfingu líkamans, bæta afkastagetu hjarta- og æðakerfisins og auka hreyfigetu. Að auki bendir margt til að með vatnsþjálfun sé hægt að viðhalda beinþéttni eða jafnvel auka beinmassann með öflugri vatnsþjálfun.

Námskeiðið er með fjölbreyttum og skemmtilegum æfingum undir leiðsögn íþróttafræðings.
Kennt er tvisvar sinnum í viku í 40 mínútur í senn, á mánudögum og miðvikudögum.
Álagið vex jafnt og þétt í gegnum allt námskeiðið.

Hægt er að kaupa námskeiðið hér á síðunni eða í móttöku Heilsuborgar, Bíldshöfða 9. Athugið að þjálfunin fer fram í Mörkinni, Suðurlandsbraut 58 – 62.

Þetta námskeið er ótímabundið og hægt að byrja hvenær sem er*
Í boði eru tveir valkostir.  Annars vegar tveir mánuðir staðgreiddir og hins vegar mánaðarleg áskrift í boðgreiðslu.  Í síðara tilfellinu er upphafsbinditími tveir mánuðir og uppsagnartími einn mánuður. Í reglulegri áskrift er í boði að leggja kortið inn í mánuð samfellt á hverju ári.

*Með fyrirvara um breytingar og lágmarksþátttöku.

Afsláttur af námskeiði númer tvö
Þeim sem eru í Þjálfun í vatni en vilja bæta Heilsuklúbbnum, Jóga eða Jóga Nidra við á sama tíma er veittur 25% afsláttur af námskeiði númer tvö (stöku námskeiði). Ganga þarf frá afslættinum í móttöku.  

 

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on print
Print

HEILSUBORG - ALLT ANNAÐ LÍF!

Scroll to Top