PLÖNTUMIÐAÐ MATARÆÐI MEÐ HEILSUBORG

Kýst þú plöntumiðað mataræði og vilt þú vera viss um að líkaminn fái þá næringu sem hann þarfnast? Vantar þig hugmyndir að fjölbreyttum, hollum og góðum réttum? Langar þig að byggja markvisst upp vöðva á plöntumiðuðu mataræði (plant based diet)?

KAUPA

19.900kr39.800kr

Hreinsa

Á námskeiðinu er farið ítarlega yfir hvernig líkaminn virkar og hvernig hann bregst við matnum sem við borðum. Plöntumiðað mataræði snýst nefnilega ekki bara um að hætta að borða dýraafurðir, heldur er jafn mikilvægt og fyrr að gæta þess að mataræðið sé fjölbreytt og að líkaminn fái nóg af nauðsynlegum næringarefnum, t.d. B12, joði, járni og kalki.

Sumir sem hafa tileinkað sér plöntumiðað mataræði upplifa orkuleysi, finnst jafnvel erfitt að léttast eða að byggja upp vöðva. Gott er að muna að mikið unnin vara verður ekkert hollari við það að hún sé hluti af plöntumiðuðu mataræði.

Á námskeiðinu kennir fagfólk Heilsuborgar allt um hollan mat og góðar matarvenjur fyrir þá sem hafa tileinkað sér plöntumiðað mataræði. Á námskeiðinu er m.a. sýnikennsla í matreiðslu, smakk og uppskriftir að hollum og gómsætum réttum.

Námskeiðið hentar bæði þeim sem kjósa alfarið plöntumiðað mataræði og þeim sem langar að prófa sig áfram við að draga úr dýraafurðum í fæðunni og auka hlut fæðu úr plönturíkinu.

Námskeiðið hefst 3. september og lýkur 22. október.

VERÐSKRÁ


Heildarverð 39.800 kr
Heildarverð pr. mánuð 19.900 kr

INNIFALIÐ

  • Sex fræðslutímar hjúkrunarfræðinga, næringarfræðinga og læknis
  • Sýnikennsla í matreiðslu og smakk (ath lengra en venjulega: kl. 17:30 – 19:00)
  • Uppskriftir frá hjúkrunar- og næringarfræðingum Heilsuborgar
  • Matseðill frá hjúkrunar- og næringarfræðingum Heilsuborgar
  • Aðgangur að tíma í mælingu á líkamsgreiningartæki sem sýnir samsetningu líkamans –  í upphafi og lok námskeiðs
  • Lokaður Facebook hópur fyrir fróðleik, umræður og hvatningu
Þriðjudagakl. 19:00-20:15
Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on email
Email
Share on print
Print

HEILSUBORG - ALLT ANNAÐ LÍF!

Scroll to Top